Stuttur tími til stefnu
Rafael Benítez hefði kosið að tækla þau vandamál strax sem upp komu í leik liðsins gegn Chelsea. Þess í stað missti hann meirihluta liðsins af æfingasvæðinu vegna landsleikja. Leikmennirnir mæta aftur á Melwood í dag og því hefur hann 48 tíma til að yfirfara með þeim hvað aflaga fór og reyna að stoppa í götin.
Rafa: "Þessi staða er vandamál fyrir stærri félögin. Við getum ekki unnið almennilega, en við gerum okkur grein fyrir því að þetta er bara staðan hjá svona stóru félagi. En það að vera að æfa með þrjá til fjóra leikmenn er ekki kjör staða til þess að breyta hlutum og bæta sig. Eftir tap eins og á móti Chelsea, þá getum við ekki undirbúið leikmennina almennilega fyrir næsta leik.
Ef allt væri á besta veg, þá hefði ég viljað hafa leikmennina hérna á mánudeginum eftir leikinn, horfa á upptöku af honum og greina hann og laga þau mistök sem áttu sér stað. Við hefðum einnig kosið að geta veitt þeim stuðning og reyna að byggja upp sjálfstraustið um leið og hægt væri, en við þurfum að bíða þess að þeir snúi aftur. Við höfum smá tíma fram að laugardegi, en þetta eru alls ekki kjör aðstæður.
Leikmennirnir verða að reyna að gleyma þessu sem fyrst. Þeir þurfa alltaf að greina mistök sín og reyna að breyta hlutunum eins fljótt og þeir geta. Við vorum að leika vel fram að þessu. Ok, við vorum að gera mörg jafntefli, en við vorum ekki að tapa leikjum og liðið var mjög sterkt. Já, við höfum gert óvenjuleg mistök í vörninni í síðustu tveim leikjum. Við þurfum að greina ástæður þess og finna lausn, en ég held áfram, fullur sjálfstrausts, vegna þess að liðið hefur verið að leggja hart að sér."
-
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur!