| Sf. Gutt

Mark spáir í spilin

Hvernig er staðan? Svarið er einfalt. Hún er ekki nógu góð! Nú er landsleikjahrotan að baki og Liverpool er búið að vera í þrettánda sæti í hálfan mánuð. Sjö stig eru í safninu eftir sex leiki. Það er því fullljóst að leikur Liverpool við Blackburn Rovers á morgun er gríðarlega mikilvægur. Eftir versta tap á Anfield Road frá því í desember 1969 þá er það alger nauðsyn að vinna sannfærandi sigur. Blackburn er sýnd veiði en ekki gefin. Liðið er til dæmis búið að ná þremur stigum eftir sigur á Manchester United á Old Trafford fyrr í haust. Á síðustu leiktíð sótti liðið stig á Anfield Road með því að spila mjög sterkan varnarleik.  

Tapið gegn Chelsea var alltof stórt miðað við gang leiksins en eftir stóð að leikurinn tapaðist 4:1 og það er óásættanlegt þrátt fyrir að Chelsea hafi, þegar þetta er skrifað, unnið alla leikina í deildina fram til þessa. Steven Gerrard er óleikfær eftir landsleikjahrotuna og verður frá um tíma. Á meðan verða aðrir að taka upp merki hans á miðjunni. Steven er lykilmaður í liðinu því skal ekki neitað en nú verða félagar hans að standa sig. Aðrir landsliðsmenn Liverpool munu hafa komist heilu og höldnu heim til eftir landsleiki vikunnar. Að auki mun Fernando Morientes, sem meiddist í síðustu landleikjahrotu, vera orðinn leikfær eftir meiðsli. Það verða að teljast góðar fréttir þó hann hafi ekki verið búinn að leika vel áður en hann meiddist. .

Helsta áhyggjuefnið fram til þessa á leiktíðinni er hversu illa Evrópumeisturunum hefur gengið að skora mörk. Steven er markahæsti maður Liverpool með átta mörk. Næst kemur Djibril Cissé með sjö. Þrátt fyrir það hefur hann fengið of fá tækifæri til að spila í fremstu víglínu að undanförnu. Það verður að segjast eins og er að það óskiljanlegt af hverju Frakkanum er gert það að vera stillt upp úti á hægri kanti. Liverpool þarf að bæta markskorunina og til þess þarf að hafa menn, ekki mann, í sókninni. Peter Crouch er búinn að leika vel í sókninni en hann er enn ekki búinn að skora mark fyrir Liverpool. Þó svo hann sé búinn að standa sig vel þá skiptir öllu fyrir sóknarmenn að skora mörk. Þeir eru dæmdir af þeim mörkum sem þeir skora. Ekki af annarri vinnu sem þeir leggja fram. Skal þó ekki gert lítið úr henni. En ekkert mark í  átta leikjum er árangur sem er ekki nógu góður hjá sóknarmanni. Voandi nær þessi stærsti leikmaður í sögu Liverpool að opna markareikning sinn á morgun. Liverpool þarf nauðsynlega á sigri að halda!

Liverpool v Blackburn

Blackburn er með sterkara lið en margir gefa þeim hrós fyrir. Þeir unnu sigur á Old Trafford. Liðið er með líkamlega sterka menn og það er erfitt að leggja það að velli. Ég ætla að spá Liverpool sigri en maður hefur áhyggjur af hverjir geta skorað mörk fyrir liðið.

Úrskurður: Liverpool :  Blackburn Rovers. 2-0.

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan