Harry Kewell í hópnum gegn Anderlecht
Harry mun verða meðal þeirra leikmanna sem fljúga mun með liðinu til Belgíu fyrir leik Liverpool og Anderlecht sem fram fer á miðvikudagskvöldið. Hann hefur ekkert leikið með liðinu síðan hann fór meiddur af velli í úrslitaleiknum í Istanbul í vor. Rafa Benítez staðfesti þetta í dag og er greinilega afar sáttur með að geta farið að velja hann aftur í liðið.
Rafa: "Harry líður mun betur núna. Hann mun pottþétt fara með okkur og kannski tekur hann einhvern þátt í leiknum, við þurfum bara að meta ástandið á honum fyrir leikinn. Ef hann spilar ekki gegn Anderlecht, þá er ég viss um að hann spilar annað hvort um næstu helgi eða í vikunni þar á eftir.
Endurkoma hans verður mikill styrkur fyrir okkur. Hann er leikmaður sem getur leikið á menn og sent góðar fyrirgjafir frá endalínunni. Það eru einmitt fyrirgjafir sem þeir Peter Crouch og Fernando Morientes geta þrifist á."
-
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur!