John Arne vill auka á Evrópuraunir Anderlecht
Þessi fræga belgíska félag hefur tapað tveim fyrstu leikjunum í riðlinum og vitað er að tap í kvöld mun næstum binda enda á vonir um að komast áfram úr riðlinum.
Með þetta í huga býst John Arne Riise við sóknarleik frá Belgunum frá fyrstu mínútu og vonar að það skapi vandræði í varnarleiknum sem Liverpool getur nýtt sér.
"Bæði lið hafa mikið til að keppa að. Við vitum að ef við vinnum Anderlecht þá munu þeir eiga erfitt með að ná okkur og við trúum því að sigur geti unnist," sagði John Arne á blaðamannafundi í Brussel.
"Þeir þurfa að skora og þegar þeir sækja þá opnast pláss fyrir okkur. Við höfum sýnt að við erum sterkir varnarlega og við höfum ekki áhyggjur af þeim. Við erum bara að einbeita okkur að því að spila okkar leik."
"Það hefur ekki farið framhjá mörgum að Anderlecht hafa tapað nokkrum leikjum í Meistaradeildinni en ég er viss um að þeir vilja gera okkur skráveifu."
"Þrátt fyrir slæma tölfræði í Evrópu undanfarið eru þeir með gott lið. Það er sama hvað hver segir þá verður þetta erfiður leikur en við erum tilbúnir. Stjórinn og þjálfararnir hafa gefið okkur þau ráð sem við þurfum."
Norðmaðurinn hefur ekki spilað reglulega á þessu tímabili en er líklegur kandídat í byrjunarliðið á móti Anderlecht. Hann segir róteringarnar á liðinu ekki hafa áhrif á sig.
"Á síðasta tímabili urðu meiðsli annara til þess að ég spilaði fleiri leiki. Nú hefur Zenden bæst í hópinn, Warnock hefur staðið sig mjög vel og Kewell er einnig á leið til baka þannig að það er mikil samkeppni um stöður."
"Stjórinn hefur útskýrt stöðuna fyrir öllum leikmönnum og allir sætta sig við að þeir verða hvíldir við og við á tímabilinu."
-
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur!