Xabi hvetur Djibril til að halda áfram að skora
Mark Cisse í fyrri hálfleik dugði Liverpool til sigurs og líklegt er að aðeins þurfi einn sigur í viðbót til að tryggja sæti í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar.
Frakkinn knái hefur nú skorað 2 mörk í tveimur leikjum og Alonso vonar að fleiri fylgi í kjölfarið.
Hann sagði: "Það er mjög mikilvægt fyrir okkur að hafa sóknarmenn sem eru að skora mörk. Við höfum átt í erfiðleikum með að skora fyrr á þessu tímabili en það gengur betur núna."
"Cisse er góður markaskorari og ég er viss um að sjálfstraustið hefur eflst eftir tvo síðustu leiki. Því fleiri mörk sem hann skorar því betra fyrir okkur."
"Úrslitin í gær voru góð því við vissum að við værum að spila við lið sem er að berjast fyrir því að eiga möguleika á að komast áfram. Við unnum vel, skoruðum gott mark og áttum skilið að sigra."
Didi Hamann er einnig sammála því að sigurinn var verðskuldaður en vill meina að hægt hefði verið að gera lífið auðveldara með því að skora fleiri mörk.
Hann sagði: "Við byrjuðum vel og skoruðum mjög gott mark. Vandamál okkar var hinsvegar það að við gátum ekki klárað leikinn þrátt fyrir öll færin sem við fengum."
"Í stöðunni 1-0 er aldrei hægt að vera öruggur en þegar upp var staðið áttum við skilið þrjú stig."
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!