| Sf. Gutt

Mikilvægur leikur

Það má fullljóst vera að leikur Liverpool og Crystal Palace í kvöld er mjög mikilvægur. Eftir afhroðið gegn Fulham um helgina er ljóst að það að nokkuð langt í Evrópusætin. Auðvitað á Liverpool tvo leiki til góða á flest önnur lið deildarinnar og það er mikið eftir af leiktíðinni. En frestuðu leikirnir verða ekki leiknir á næstunni og því verður liðið að gera sitt allra besta til að komast áfram í Deildarbikarnum. Staðreyndin er sú að sigur í þeirri keppni gefur sæti í Evrópukeppni. Þetta gætu ýmsir kallað svartsýni. En staðreyndirnar tala sínu máli. Evrópumeistararnir þurfa að ná sér á strik og það sem fyrst. Leikurinn í kvöld er því gríðarlega mikilvægur.

Crystal Palace féll naumlega úr Úrvaldsdeildinni á liðnu vori. Sigur gegn Liverpool undir vor á Selhurst Park dugði ekki til að halda liðinu upp. Ernirnir byrjuðu þessa leiktíð illa en hafa hækkað flugið jafnt og þétt á síðustu vikum. Liverpool mun því eiga fullt í fangi í kvöld. Það er að segja ef leikmenn liðsins ætla að leika álíka og þeir gerðu á laugardaginn. Hvað þá eins og þeir gerðu í síðustu heimsókn sinni á Selhurst Park.

Það segir sitt um mikilvægi leiksins að Rafael Benítez sagði strax eftir tapleikinn við Fulham að hann mydni tefla fram sterku liði gegn Crystal Palace. Meira að segja hefur verið lögð mikil áhersla á að Steven Gerrard verði með. Jamie Carragher verður hvíldur og einhverjar aðrar breytingar verða gerðar. Líklegt er talið að Zak Whitbread taki stöðu Jamie. Steve Finnan er meiddur og Josemi mun trúlega verða settur í hvíld. Fyrirliði varaliðsins David Raven mun að öllum líkindum spila stöðu hægri bakvarðar. Það er vonandi að þeir Zak og David nái að standa sig vel í kvöld. En það er sama hvaða leikmenn verða valdir til að verja heiður Liverpool. Þeir verða að gjöra svo vel að standa undir nafni Liverpool Football Club.

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan