| Hjörtur Örn Eysteinsson

Niðurbrotinn Carson bíður eftir öðru tækifæri

Hinn 20 ára gamli markmaður byrjaði í fyrsta sinn inná á Selhurst park á þriðjudag síðan undankeppni Meistaradeildarinnar í ágúst, ásamt fleiri ungum efnilegum leikmönnum eins og David Raven, Zak Whitbread og Darren Potter.

Í ljósi tapsins gerir Carson sér grein fyrir að hann þurfi að bíða með að fá annað tækifæri til þess að spila með aðalliðinu. ,,Þetta eru vonbrigði fyrir ungu leikmennina, af því að við fengum tækifæri núna, og nú munum við ekki fá fleiri tækifæri í þessari keppni (Carling Cup)”, sagði Carson sem var keyptur frá Leeds fyrir 750.000 pund í Janúar.

,,Við vissum að þetta yrði erfitt, en við áttum nokkur tækifæri í leiknum og það var bara mikið ólán að þeir hafi nýtt færin sín. Í fyrri hálfleik lékum við boltanum frábærlega, notuðum allan völlinn og náðum inn nokkrum fyrirgjöfum – en gátum einungis komið einum bolta í netið.”

Carson staðhæfir hinsvegar að allir séu ennþá jákvæðir og ákveðnir í því að hlutirnir fari bráðum að horfa til betri vegar.

,,Við unnum Meistaradeildina í fyrra og það mun alltaf vera mikil og þung byrði til þess að bera á bakinu. En ef við höldum áfram að leggja hart af okkur munu hlutirnir breytast á næstunni.” sagði hinn ungi markmaður sem sat á varamannabekknum í úrslitaleiknum í Istanbúl og spilaði gegn Juventus í 2-1 sigri Liverpool á Anfield í apríl.

,,Allir eru ennþá jákvæðir – nokkur slæm úrslit munu ekki draga úr okkur móðinn og ég held að við verðum bráðlega komnir meðal toppliðanna.”

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan