Pardew hlakkar til að koma á Anfield
Hann veit að þetta er slæmur tími til að spila við Liverpool eftir tapið gegn Crystal Palace og Fulham í síðustu tveim leikjum.
Hann hlakkar hinsvegar til að mæta með lið sitt á Anfield en viðurkennir að Liverpool eru líklega eins og sært dýr þessa stundina.
,,Varðandi allt það sem hefur gengið á í þessari viku og tap þeirra gegn Crystal Palace þá verður þetta erfiður leikur fyrir okkur."
,,Við þurfum að vera upp á okkar besta því Liverpool eru eins og sært dýr."
,,Við erum í góðu formi þessa stundina og okkur hlakkar mikið til að spila á Anfield. Þetta er stórkostlegur völlur."
,,Með þann hraða og styrk sem við höfum í okkar liði erum við hættulegir á útivöllum."
,,Ef við vinnum þá verður þetta bestu úrslit okkar á tímabilinu, engin spurning með það. Við reynum alltaf að veita skráveifu á útivöllum. Við breytum um taktík í hverjum leik, ef við gerðum það ekki þá værum við að tapa leikjum. Hugsunin er alltaf sú sama samt, að sækja fram."
-
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur!