Í hnotskurn
Í síðustu tvö skipti hefur það verið góðs viti að mæta Crystal Palace í Deildarbikarnum. Það var ekki svo nú. Þetta er leikur Liverpool og Crystal Palace í hnotskurn.
- Liverpool hefur unnið Deildarbikarinn sjö sinnum. Það er enskt met.
- Liverpool vann Deildarbikarin árin 1981, 1982, 1983, 1984, 1995, 2001 og 2003.
- Þetta var í fjórða sinn sem Liverpool og Crystal Palace hafa leitt saman hesta sína í Deildarbikarnum.
- Tvö síðustu skiptin, 1995 og 2001, fyrir þennan leik, leiddu til sigurs Liverpool í keppninni. Í bæði skiptin spiluðu liðin í undanúrslitum.
- Liðin mættust fyrst leiktíðina 1992/93. Liverpool tapaði þá 2:1 á Selhurst Park eftir 1:1 jafntefli á Anfield Road.
- Það er ekki góðs viti að mæta Crystal Palace þessi árin. Ernirnir slógu Liverpool út úr F.A. bikarnum leiktíðna 2002/2003.
- Tveir leikmanna Liverpool, sem léku þennan leik, hafa unnið Deildarbikarinn áður. Þeir Sami Hyypia og Steven Gerrard voru í sigurliði Liverpool 2001 og 2003.
- Aðeins þrír leikmenn Liverpool, sem léku gegn Fulham á laugardaginn, hófu leikinn. Þetta voru þeir Sami Hyypia, Harry Kewell og Fernando Morientes.
- Fernando Morientes og Scott Carson spiluðu sína fyrstu Deildarbikarleiki.
- Sex Bretar voru í byrjunarliði Liverpool. Þetta voru þeir Scott Carson, David Raven, Stephen Warnock, Steven Gerrard, Darren Potter og Peter Crouch.
- Að auki voru tveir aðrir, Ástralinn Harry Kewell og Bandaríkjamaðurinn Zat Whitbread, í liðinu. Tungumálaörðugleikar hefðu því ekki átt að koma í veg fyrir sigur Liverpool.
- Steven Gerrard skoraði sitt fimmtugasta mark fyrir Liverpool.
- Fyrsta mark Steven Gerrard kom í desember árið 1999. Liverpool vann þá Sheffield Wednesday 4:1 á Anfield Road. Sami Hyypia, Danny Murphy og David Thompson skoruðu hin mörkin.
Crystal Palace: Speroni, Borrowdale, Hudson, Fitz Hall, Boyce, Watson, Soares, Hughes, Reich (Togwell 84. mín.), Freedman (Black 77. mín.) og Morrison (Andrews 74. mín.). Ónotaðir varamenn: Kiraly og Ward.
Mörkin: Dougie Freedman (37. mín.) og Marco Reich (66. mín).
Gul spjöld: Reich og Hudson.
Liverpool: Carson, Raven, Hyypia, Whitbread, Warnock (Traore 76. mín.), Potter, Gerrard, Hamann, Kewell (Garcia 65. mín.), Morientes (Pongolle 62. mín.) og Crouch. Ónotaðir varamenn: Reina og Josemi.
Goals: Steven Gerrard 40.
Gult spjald: David Raven.
Áhorfendur á Selhurst Park: 19.673.
Maður leiksins: Steven Gerrard. Fyrirliðinn hefur oft leikið betur. En hann var duglegur á miðjunni og skoraði fimmtugasta mark sitt fyrir félagið. Markið skoraði hann af dæmigerðu harðfylgi.
Jákvætt :-) Hvað ætti það að vera?
Neikvætt :-( Leikmenn Liverpool brugðust þegar á reyndi. Fundur Rafael Benítez á sunnudaginn, í kjölfar tapsins gegn Fulham, skilaði ekki tilætluðum árangri. Af hverju tók Rafael Benítez það sérstaklega fram að hann vildi ekki gagnrýna menn sína eftir að þeir voru nýbúnir að tapa fyrir liði úr neðri deild? Það er ólíðandi að Liverpool skuli tapa fyrir liðum úr neðri deildum. Samt er það búið að eiga sér stað of oft á síðustu leiktíðum. Slíkt er algerlega óþolandi. Leikmenn Liverpool verða einfaldlega að fara að standa sig betur. Enn gengur lítið að skora. Það vinnast ekki mjög margir leikir þegar lið geta helst ekki skorað meira en eitt mark í leik. Slíkt gefur auga leið. Enn bættist markalaus leikur við hjá Peter Crouch.
Umsögn Liverpool.is um leikinn: Leikmenn Liverpool komu ákveðnir til leiks og það var greinilegt á öllu að leikmenn liðsins ætluðu að bæta fyrir tapið gegn Fulham. Liðið fékk mjög góð færi og markvörður Arnanna hafði í mörg horn að líta. Eftir rétt rúmlega tuttugu mínútna leik var hann búinn að bjarga glæsilega í þrígang. Fyrst frá Harry Kewell, þá Fernando Morientes og loks Steven Gerrard. Dougie Freedman átti fyrsta færi Crystal Palace en Scott Carson var vel staðsettur. En eins og svo oft áður í útileikjum náðu heimamenn forystu upp úr þurru. Dougie skallaði þá langa fyrirgjöf frá vinstri kanti í markið á 37. mínútu. En leikmenn Liverpool voru fljótir að jafna metin. Þremur mínútum seinna náðu varnarmenn Crystal Palace ekki að koma boltanum í burtu eftir langa sendingu fram. Steven Gerrard var fljótur að átta sig og náði boltanum rétt utan vítateigs. Hann lék upp að teignum og skoraði með nákvæmu skoti neðst í hornið. Staðan var jöfn í hálfleik en Liverpool hefði átt að vera yfir miðað við gang leiksins. Liverpool hóf síðari hálfleikinn af krafti og þeir Fernando Morientes og Darren Potter voru nærri því að skora. Julian Speroni hinn argentínski markvörður Crystal Palace varði svo meistaralega fast skot frá Harry Kewell. Eftir þetta fóru heimamenn að sækja í sig veðrið. Rafael Benítez hugðist fríska upp á sóknarleikinn með því að taka þá Fernando og Harry af velli en þeir eru í lítilli leikæfingu. Í stað þeirra komu þeir Florent Sinama Pongolle og Luis Garcia inn á. En rétt á eftir, á 66. mínútu, komust heimamenn yfir. Sending yfir á fjærstöng hafnaði hjá Marco Reich sem skoraði óvaldaður. Litlu seinna misnotaði Marco svipað færi og Liverpool átti enn von. En á lokakaflanum gekk hvorki né rak. Leikmennn Crystal Palace vörðust með kjafi og klóm og leikmönnum Liverpool varð ekkert ágengt.
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!