"Liverpool eru besta liðið sem við höfum spilað við"
Pardew sagði: ,,Liverpool eru besta liðið sem við höfum spilað við á þessu tímabili. Steven Gerrard vildi standa sig vel í innkomu eftir meiðsli, stjórinn þeirra tók áhættu með því að spila með hann hægra megin og það gekk upp. Steven Gerrard leit út fyrir að vera það sem hann er, einn besti miðjumaðurinn í heiminum í dag."
,,Ég bjóst við viðbrögðum frá Liverpool (innsk. höfundar: eftir allt sem gengið hefur á í liðinni viku). Fyrsta markið gaf þeim sjálfstraust og þeir notuðu ímyndunaraflið betur í leik sínum. Áður en markið kom voru þeir samt frekar daufir."
Pardew hrósaði einnig Rafa Benitez og bætti við: ,,Honum er ekki borgað fyrir að hlusta á áhangendur sem hringja í útvarpsstöðvar, hann vill vinna og það eina sem hann hugsaði um var að veita okkur skráveifu með taktík sinni og það tókst."
,,Þegar ég met liðin sem við keppum við, hef ég ekki áhyggjur af því hvað sagt er um þá, ég horfi bara á hvað þeir hafa áunnið og árangur Rafa er framúrskarandi."
,,Allir hafa sína eigin hugsun í leiknum, Liverpool eru með gott lið sem er mjög gott varnarlega, vilja spila góðan sendingabolta og byggja upp gott spil sem leiðir að marki."
,,Það er þannig sem Rafael vill að sitt lið spili og það er það sem Liverpool gerir vel."
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna