Öll lið vilja vinna okkur
Væntingar til liðsins hafa aukist með sigri í Meistardeildinni og segir Rafa að engir leikir séu auðveldir í Evrópu.
Þrátt fyrir að andstæðingar Liverpool í kvöld hafi tapað 10 leikjum í röð í Meistaradeild segir Benitez þá vera með gott lið sem valdið geti vandræðum.
Hann sagði: ,,Öll lið fara í leik á móti okkur með því hugarfari að það væri gott að vinna Evrópumeistarana. Kannski er hver leikur aðeins erfiðari á þessu tímabili því á síðasta tímabili spiluðum við við Leverkusen, Juventus, Chelsea og Milan og enginn bjóst við því að við myndum vinna."
"Anderlecht eru með gott lið. Þeir hafa leikmenn sem geta spilað mjög vel og fótboltalega séð eru þeir mjög góðir. Þó svo að þeir hafi ekki unnið í síðustu 10 leikjum í Evrópu þá þýðir það ekki að þeir séu með lélegt lið. Þeir munu gera sitt besta í kvöld og leikurinn verður erfiður."
,,Málið er að þegar maður spilar án þess að eiga möguleika á því að komast áfram þá hefur maður meira sjálfstraust. Stundum þegar maður verður að vinna er pressan of mikil og maður spilar verr en ella, en ef þessi pressa er ekki til staðar þá getur maður spilað betur."
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna