Rafa hrósar skiptimönnunum
Peter Crouch, Bolo Zenden og Harry Kewell komu allir inná er Benitez reyndi að gera tilraun til að fá liðið til að skora mark.
Það borgaði sig svo sannarlega því varamennirnir áttu sinn þátt í sigrinum og skiljanlega var Benitez ánægður eftir leikinn.
,,Þeir þrír leikmenn sem komu inná í seinni hálfleik - Crouch, Zenden og Kewell - gerðu ýmislegt fyrir okkur," sagði Benitez.
,,Crouch hélt boltanum fyrir okkur, olli þeim miklum vandræðum og fékk vítaspyrnu. Zenden hélt stöðu sinni vinstra megin vel og hann náði að senda nokkra hættulega bolta fyrir markið. Kewell lagði hart að sér, tók varnarmenn á og hélt boltanum."
,,Hver og einn þeirra lagði sitt af mörkum og ég var ánægður með þau áhrif sem þeir höfðu. Það er gott að hafa leikmenn af þessum kalíber til skiptanna og þetta sýnir bara hversu mikil breidd er í liðinu."
Peter Crouch hafði einnig þetta um vítaspyrnudóminn að segja: ,,Þetta var klárt víti. Ég var að reyna að ná skallanum, hann (Liam Ridgewell) togaði í peysuna og á mér var brotið. Réttlætinu var fullnægt, ég er ekki í vafa um það og það var frábært að ná að sigra því frammistaða okkar í leiknum var það góð."
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna