Flo ber mikla virðingu fyrir félögunum
Það er mikil samkeppni um framherjastöður Liverpool. Florent Sinama-Pongolle fer ekki varhluta af því. Hann ber mikla virðingu fyrir félögum sínum og er á því að þeir bjóði upp á marga mismunandi kosti. Flo virðist vera afar jarðbundinn drengur og mætti Le Tallec félagi hans læra ýmislegt af honum.
Flo: "Við erum með nokkra frábæra framherja hjá Liverpool og við erum allir með mismunandi kosti. Ég hef t.d. lært gríðarlega mikið af Fernando Morientes. Hans leikur gengur út á afburða leikskilning og að sjálfsögðu mikla hæfileika. Hreyfingar hans eru frábærar og hann veit alltaf hvenær hann á að róa leikinn niður og hvenær hann á að auka hraðann.
Ég er líka mikill aðdáandi Peter Crouch. Þegar þú lítur á hann, þá finnst þér líklegt að hann sé klaufskur, en það er akkúrat öfugt með hann. Hann er frábær með boltann í löppunum og hann heldur boltanum ótrúlega vel. Þessi náungi er ennþá mjög ungur og hann er að byrja leiki með Liverpool og Englandi. Hann er mikill styrkur fyrir okkur.
Svo erum við með Djibril Cissé. Hann er mín fyrirmynd. Ég leit mikið upp til hans þegar hann var hjá Auxerre, en núna erum við félagar. Hann er fæddur markaskorari. Þegar hann fær boltann nálægt markinu, þá gerir hann allt til þess að skora.
Á Englandi er ekki mikið horft á mig sem markaskorara. Fólk lítur á mig sem ágætan sóknarleikmann, mann sem getur komið inn í liðið og skilað sínu hlutverki þegar það þarf. Þegar ég spila fyrir undir 21 árs lið Frakka, þá spila ég sem framherji. Fólk í Frakklandi lítur ennþá á mig sem markaskorara og hvað mig varðar þá er það akkúrat það sem ég er. Leikurinn á Englandi er mjög líkamlega erfiður, þannig að ég hef þurft að vera ákveðnari. Ég hef verið að styrkja mig og núna er ég mun betri þegar ég sný bakinu í markið. Ég hef líka bætt mig í því að bera upp boltann."
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!