Mark spáir í spilin
Næst fjórði sigurinn í röð? Nær Peter Crouch loksins að skora? Hvaða fyrrum leikmenn Liverpool verða í liði Porsmouth? Verður Roy Keane með Portsmouth? Heldur Jose Reina hreinu? Svör við þessum og fleiri spurningum fást á Anfield Road á morgun þegar Evrópumeistararnir taka á móti Portsmouth.
Liverpool vann síðustu þrjá leikina fyrir landsleikjahrotuna og vonandi nær liðið að lengja þá sigurgöngu í næstu leikjum. Í sigurleikjunum hefur Liverpool skorað sjö mörk og ekki fengið neitt á sig. Það ætti að geta verið góð uppskrift fyrir velgengni í næstu leikjum. Fulltrúar Liverpool sluppu nokkuð vel frá landsleikjahrotunni. John Arne Riise var ringlaður eftir mikið höfuðhögg í Prag en hann er talinn leikfær. Ólíklegt er að Harry Kewell spili allan leikinn því hann er búinn að þeytast fram og aftur um hnöttinn síðustu daga. En aðrir leikmenn Evrópumeistaranna eru leikfærir. Meiðslalistlinn er því allt að því óskrifað blað um þessar mundir og er það vel.
Porsmouth hefur gengið flest í mót síðustu vikurnar. Franski stjórinn þeirra er talinn valtur í sessi. Nú í dag sagði forráðamaður félagsins að það yrði athugað hvort Roy Keane hefði áhuga á að ganga til liðs við félagið. Það skyldi þó aldrei vera að Roy mætti á Anfield Road á morgun. Þar endaði hann þó feril sinn með Manchester United. Hann haltraði ristarbrotinn af velli undir lok leiksins í haust. Hann endaði þó feril sinn með Manchester United gegn Evrópumeisturunum!
Liverpool v Portsmouth
Liverpool á nú framundan leiki sem liðið ætti að geta unnið megnið af. Liðið hefur náð að fjörga sóknarleikinn með því að skapa marktækifæri og sú þróun þarf að halda áfram. Portsmouth eru á útivelli og liðið er undir milu álagi. Það gæti verið að eitt slæmt tap myndi þýða endalokin fyrir Alain Perrin.
Úrskurður: Liverpool : Portsmouth. 2:0.
-
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur!