Peter Crouch mun skora tvö mörk í kvöld, segir markvörður Betis!
Markvörður Real Betis virðist sannfærður um að Peter Crouch muni skora tvö mörk hjá sér í kvöld. En hann spáir samt Betis sigri.
Toni Doblas er bjartsýnismaður. Hann er bjartsýnn að halda því fram að Peter Crouch muni skora í kvöld og hann er bjartsýnn að halda því fram að Betis sigri Liverpool í kvöld. En er bjartsýni að halda því fram að sóknarmaður andstæðinganna muni skora 2 mörk hjá þér?
Doblas veit allt um Crouch: "Crouch! Þú átt við risann. Hann er líkari körfuboltamanni en knattspyrnumanni. Hann er að berjast um sæti í enska landsliðinu og í Liverpool þannig að hann hlýtur að vera þokkalegur leikmaður. Ef hann hefur ekki skorað í langan tíma þá er ég viss um að hann muni skora hjá mér. Það er alltaf að koma fyrir mig. Reyndar held ég að Crouch muni skora tvö mörk, en ég mun ekki hafa áhyggjur af því svo framarlega sem við vinnum 4-2."
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna