Mikið undir
Það verður mikið undir á Anfield Road í kvöld þegar Real Betis kemur í heimsókn til Evrópumeistaranna. Fyrir leikinn liggur ljóst fyrir hvað kemur Liverpool best og það langbest. Ef Evrópumeistararnir vinna leikinn þá hafa þeir tryggt sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Jafntefli í leiknum tyggjir líka sömu niðurstöðu. En tap mun á hinn bóginn setja Liverpool í mjög erfiða stöðu. Fari svo þá munar aðeins einu stigi á Liverpool og Real Betis. Í síðustu umferðinni þarf Liverpool að sækja Chelsea heim en Spánverjarnir fá Anderlecht í heimsókn. Það er því ljóst að Liverpool er í mjög góðri aðstöðu. En það er jafn ljóst að ekkert má út af bera ef staðan á ekki að breytast til hins verra.
Steven Gerrard vonar að áhorfendur á Anfield Road eigi eftir að skjóta leikmönnum Real Betis skelk í bringu í þessum mikilvæga leik. "Sumir af leikmönnum Betis hafa leikið á Nou Camp og Bernabeu svo þeir hafa reynslu af stórleikjum. En þið getið bara spurt leikmenn Juventus hvernig svoleiðis stórleikir jafnast á við Evrópukvöld af stærri gerðinni hér þegar 40.000 rauðliðar fylkja sér að baki okkur. Betis hefur aldrei áður leikið á Anfield. Treystið mér það mun fara um þá."
-
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur!