Mark spáir í spilin
Liverpool heldur til Manchester í von um að halda góðu gengi sínu áfram. Til þess þarf að brjóta blað því Liverpool hefur enn ekki unnið á Manchester leikvangnum. Í þeim tveimur leikjum Liverpool þar þá hefur liðið gert jafntefli og tapað. Það var annað uppi á teningnum á fyrrum heimavelli Manchester City Maine Road en þar gekk Liverpool sérlega vel og vann meira að segja einn titil þar. Liverpool vann Deildarbikarinn þar 1984 þegar Graeme Souness skoraði eina markið í aukaúrslitaleik gegn Everton.
Liverpool hefur nú unnið þrjá deildarleiki í röð án þess að fá á sig mark. Liðið er að þokast upp töfluna og nær Evrópusætunum. Liðið hefur leikið mjög vel í síðustu leikjum og vonandi nær liðið að halda því áfram. Vörn Liverpool hefur verið gríðarlega sterk í þessum leikjum og Jose Reina hefur haldið markinu hreinu í síðustu fimm leikjum. Það verður erfitt að leggja Manchester City að velli. Þeir Bláu hafa ekki byrjað deildarkeppnina betur í áraraðir. Liðið er þétt fyrir og Stuart Pearce hefur blásið hluta af honum mikla baráttuanda sínum í liðið. Það munar um minna. Hann hljóp meira að segja inn á völlinn í síðasta leik til að drífa leikinn gegn Blackburn áfram!
George Best, sem lést fyrr í dag, verður minnst fyrir leikinn með einnar mínútu þögn. Rafael Benítez hefur þegar minnst hans á hinni opinberu heimasíðu Liverpool og er það vel. Þessa knattspsyrnusnillings frá Norður Írlandi verður minnst með einnar mínútu þögn á leikvöngum um gjörvallt England á morgun og sunnudaginn.
Man City v Liverpool
City náði ekki að brjóta Blackburn á bak aftur í síðustu viku og ég sé ekki að þeir nái heldur að höggva skörð í raðir Liverpool. Lið Liverpool er mjög trausvekjandi núna og liðið virðist ekki líklegt til að fá mark á sig. Liðið er líka að skapa sér fleiri marktækifæri núna, það spilar betri knattspyrnu og leikur meiri sóknarleik.
Úrskurður: Man City : Liverpool 0:2.
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!