Evrópumeistararnir þokast upp stigatöfluna
Evrópumeistararnir halda áfram að þokast upp stigatöfluna. Í dag vannst öruggur sigur á Manchester City á útivelli. Þetta var fjórði deildarsigur Liverpool í röð og í þeim leikjum hefur Jose Reina ekki fengið á sig mark. Fyrir leikinn var einnar mínútu þögn í minningu George Best sem lést í gær. Því miður trufluðu einhverjir áhorfendur þá athöfn. Talið er að stuðningsmenn Liverpool hafi borið mesta ábyrgð í því máli. Því miður. Leikmenn beggja liða báru sorgarbönd í leiknum.
Heimamenn byrjuðu heldur betur og Darius Vassell skallaði yfir snemma leiks úr góðu færi. Þegar leið á hálfleikinn náði Liverpool undirtökum. Djibril Cissé hitti boltann ekki vel í góðu færi eftir að Peter Crouch skallaði boltann til hans. Undir lok hálfleiksins átti svo Steven Gerrard frábæra rispu inn í vítateig Manchester City en skot hans fór hárfínt framhjá. Annars var hálfleikurinn tíðindalítill.
Jose Reina varði skot frá Darius Vassell í upphafi síðari hálfleiks en það reyndist síðasta færi heimamanna sem hægt var að nefna því nafni. Liverpool jók hraðann í upphafi síðari hálfleiks og sérstaklega kom kraftur í leik liðsins þegar Harry Kewell kom inn fyrir Djibril Cissé snemma í hálfleiknum. En sigurmark leiksins kom á 61. mínútu. Dietmar Hamann sendi góða sendingu á Steven Gerrard sem lék þríhyrning við John Arne Riise. Norðmaðurinn komst í gegn og þrumaði boltanum boltanum í markið óverjandi fyrir David James. Evrópumeistararnir höfðu völdin til leiksloka. Heimamenn náði ekki að ógna marki Liverpool. Á lokamínútunni reyndi Joey Barton að jafna en Stephen Warnock henti sér fryrir skot hans af mikilli hugprýði. Öruggur og sanngjarn sigur var það með innsiglaður.
Liverpool lék vel í leiknum og hafði undirtökin í leiknum mest allan tímann. Líkt og í síðustu leikjum var vörnin gríðarlega örugg og miðjumennirnir voru duglegir. Eitt mark dugði til sigurs og fyrsta mark John Arne Riise á leiktíðinni var nóg í þetta skiptið. Liðið hefur áfram að þokast upp töfluna. Nú er orðið stutt í Evrópusætin.
Man City: James, Mills (Wright-Phillips 83. mín.), Dunne, Distin, Jordan (Jihai 75. mín.), Croft, Barton, Ireland, Musampa (Sinclair 68. mín.), Cole og Vassell. Ónotaðir varamenn: Onuoha og Sibierski.
Liverpool: Reina, Finnan, Hyypia, Carragher, Warnock, Gerrard, Hamann, Sissoko, Riise (Garcia 77. mín.), Cisse (Kewell 51) og Crouch (Morientes 81. mín.). Ónotaðir varamenn: Dudek og Potter.
Gul spjöld: Djibril Cissé og Peter Crouch.
Markið: John Arne Riise (61. mín).
Áhorfendur á Borgarleikleikvanginum í Manchester: 47.105.
Rafael Benítez var ánægður með að menn hans skyldu ná að landa sigri. "Úrslitin skipu mestu og við verðskulduðum að vinna leikinn. Þetta var erfiður leikur. En við lékum vel eftir leikhlé og sköpuðum okkur marktækifæri. Hugmyndin var að ná tökum á leiknum í fyrri hálfleik og nota svo óþreytta menn eftir leikhlé til að bæta í sóknina."
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!