Í hnotskurn
Allt er þegar þrennt er. Sigur í þriðju tilraun á nýja leikvanginum í Manchester. Tímamót hjá Rafael Benítez. Þetta er leikur Liverpool og Manchester City í hnotskurn.
- Liverpool vann sinn fjórða deildarsigur í röð.
- Í þessum fjórum deildarleikjum hefur Jose Reina ekki fengið á sig mark.
- Jose er svo sem búinn að gera gott betur en það því hann hefur ekki fengið á sig mark í síðustu sex leikjum.
- Hann er nú búinn að halda markinu hreinu í níu deildarleikjum af tólf deildarleikjum.
- John Arne Riise skoraði fyrsta mark sitt á leiktíðinni.
- Það var all langt liðið frá síðasta marki hans. Það kom í úrslitaleik Deildarbikarsins gegn Chelsea. Eins og allir muna þá skoraði John Arne fyrsta mark leiksins eftir aðeins 45 sekúndur.
- Það mark kom Norðmanninum á spjöld sögunnar því aldrei hefur leikmaður skorað svo snemma í Deildarbikarúrslitaleik.
- Viðureign Liverpool og Manchester City var sú 150. milli liðanna í öllum keppnum.
- Þetta var fyrsti sigur Liverpool á hinum nýja heimavelli Manchester City. Eftir jafntefli og tap í fyrstu tveimur leikjunum náðist loks sigur. Sannaðist þar hið fornkveðna. Allt er þegar þrennt er.
- Joey Barton leikmaður Manchester City er frá Liverpool. Eins og svo margir dyggir stuðningsmenn Liverpool þá lagði hann leið sína til Istanbúl í vor til að sjá úrslitaleikinn um Evrópubikarinn.
- Þessi leikur var 50. deildarleikurinn sem Rafael Benítez stýrir Liverpool.
- Leikmenn liðanna báru sorgarbönd til minningar um George Best sem lést á föstudaginn.
Man City: James, Mills (Wright-Phillips 83. mín.), Dunne, Distin, Jordan (Jihai 75. mín.), Croft, Barton, Ireland, Musampa (Sinclair 68. mín.), Cole og Vassell. Ónotaðir varamenn: Onuoha og Sibierski.
Liverpool: Reina, Finnan, Hyypia, Carragher, Warnock, Gerrard, Hamann, Sissoko, Riise (Garcia 77. mín.), Cisse (Kewell 51) og Crouch (Morientes 81. mín.). Ónotaðir varamenn: Dudek og Potter.
Gul spjöld: Djibril Cissé og Peter Crouch.
Markið: John Arne Riise (61. mín).
Áhorfendur á Borgarleikleikvanginum í Manchester: 47.105.
Maður leiksins: Steven Gerrard. Líkt og í síðustu leikjum þá var Steven mjög duglegur. Yfirferð hans í leiknum var mikil og hann bæði sótti og varðist eftir þörfum. Hann var nærri því að skora í fyrri hálfleik þegar skot hans fór rétt framhjá. Fyrirliðinn átti svo stóran þátt í sigurmarkinu.
Jákvætt :-) Liverpool vann sinn fjórða deildarleik í röð. Enn einu sinni náði Jose Reina að halda markinu hreinu og vörnin var gríðarlega sterk. Það var gott að fá mark frá John Arne Riise eftir nokkurt hlé hans í markskorun. Liverpool lék af miklum aga og liðið gaf ekkert eftir þegar undirtökunum var náð í leiknum. Evrópumeistararnir þokast örugglega upp töfluna.
Neikvætt :-( Því miður trufluðu nokkrir stuðningsmenn Liverpool minningarathöfnina um George Best. Þó svo mikill rígur sé á milli Liverpool og Manchester United þá voru viðbrögð þessara stuðningsmanna fullkomlega óviðeigandi.
Umsögn Liverpool.is um leikinn: Heimamenn byrjuðu heldur betur og Darius Vassell skallaði yfir snemma leiks úr góðu færi. Þegar leið á hálfleikinn náði Liverpool undirtökum. Djibril Cissé hitti boltann ekki vel í góðu færi eftir að Peter Crouch skallaði boltann til hans. Undir lok hálfleiksins átti svo Steven Gerrard frábæra rispu inn í vítateig Manchester City en skot hans fór hárfínt framhjá. Annars var hálfleikurinn tíðindalítill. Jose Reina varði skot frá Darius Vassell í upphafi síðari hálfleiks en það reyndist síðasta færi heimamanna í leiknum. Liverpool jók hraðann í upphafi síðari hálfleiks og sérstaklega kom kraftur í leik liðsins þegar Harry Kewell kom inn fyrir Djibril Cissé snemma í hálfleiknum. En sigurmark leiksins kom á 61. mínútu. Dietmar Hamann sendi góða sendingu á Steven Gerrard sem lék þríhyrning við John Arne Riise. Norðmaðurinn komst í gegn og þrumaði boltanum boltanum í markið óverjandi fyrir David James. Evrópumeistararnir höfðu völdin til leiksloka. Á lokamínútunni reyndi Joey Barton að jafna en Stephen Warnock henti sér fryrir skot hans af mikilli hugprýði. Öruggur og sanngjarn sigur var það með innsiglaður.
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!