Fer aðalliðið að dæmi varaliðsins?
Heldur gott gengi Liverpool áfram í kvöld þegar Evrópumeistararnir halda á Leikvang ljóssins til að takst á við Sunderland? Það er vonandi að svo verði því ekkert má gefa eftir. Liverpool hefur þokast upp töfluna síðustu vikurnar og sú þróun á að geta haldið áfram. Það er nú orðið stutt í Evrópusætin. Liverpool er nú einu sæti frá sjötta sæti deildarinnar sem gefur rétt á sæti í Evrópukeppni félagsliða og góður sigur í kvöld getur komið liðinu upp í Meistaradeildarsæti. Það yrði í fyrsta skipti á leiktíðinni sem Liverpool kemst svo hátt í stigatöflunni.
Allt hefur gengið á afturfótunum hjá Sunderland á þessari leiktíð og liðið stefnir þá sömu leið og það kom í vor. Flest virðist benda til sigurs Liverpool í þessum meistaraslag. Jú, Evrópumeistararnir takast á við meistara fyrstu deildar! Liverpool vann fyrri leik liðanna í sumar þegar Xabi Alonso sá um sigurinn. Sá var fyrsti deildarleikur Liverpool á heimavelli á leiktíðinni. Eins og flestir vita þá á Liverpool tvo leiki til góða. Þessi leikur er þó ekki annar þeirra. Þessi leikur er ekki á dagská fyrr en í desember en honum var flýtt þar sem hvorugt liðið er lengur með í Deildarbikarnum. Leiknum hefði verið frestað á upphaflegum leikdegi þar sem Liverpool verður þá í Japansferð sinni. Sú ferð verður vonandi fengsæl. En nú fá leikmenn Liverpool tækifæri til að leika eftir afrek varaliðsins frá í gærkvöldi. Sem sagt að leggja Sunderland að velli.
-
| Sf. Gutt
Mikil jákvæðni hjá félaginu -
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur