Mark spáir í spilin
Komið er að fyrstu deildarrimmu Liverpool og Wigan Athletic. Fram til þessa hafa liðin aðeins leikið saman í tvígang. Það var í annarri umferð Deildarbikarsins leiktíðina 1989/90. Liverpool vann báða leikina. Fyrst 5:2 og svo 3:0. Það merkilega var að báðir leikirnir voru leiknir á Anfield Road þar sem heimavöllur Wigan var ekki leikfær.
Paul Jewell fyrrum lærlingur Liverpool kemur í heimsókn á morgun. Hvernig skyldi honum farnast í þetta skiptið? Hann hefur áður komið með lið sitt þangað en þó ekki þetta. Hann stjórnaði Bradford þar fyrir nokkrum árum. Þá vann Liverpool öruggan sigur 3:1. Flautað verður til leiks í hádeginu á morgun. Það vill til að það er stutt að fara frá Wigan til Liverpool. Stuðningsmenn liðanna geta því sofið heldur lengur fram eftir en oft áður þegar þessi leiktími er annars vegar.
Heldur Jose Reina áfram að halda hreinu? Það er stóra spurningin. Hann hefur nú haldið marki sínu hreinu í sjö leikjum í röð. Hann, og samverkamenn hans í vörn Liverpool, eru nú þegar farnir að færast í átt að ýmsum metum í þessum efnum. Í allt, á þessari leiktíð, hefur Jose haldið marki sínu sextán sinnum hreinu. Ekki amaleg byrjun það!
Annað met er í höfn en það er ekki eins skemmtilegt. Peter Crouch hefur enn ekki skorað í þeim átján leikjum sem hann hefur spilað með Liverpool. En skyldi hann ná að skora á morgun? Ég held að flestir stuðningsmenn Liverpool sú hættir að láta þetta tal um markaleysi Peter Crouch fara í taugarnar á sér. Peter er búinn að leika vel í síðustu leikjum og í raun er hann búinn að gera allt nema að skora!
Fyrir þessa leiktíð hefðu fáir reiknað með því að Liverpool væri einu sæti fyrir ofan Wigan þegar kæmi að þessum leik. En reyndin er sú að það er bara betri markatala sem skilur Evrópumeistarana og nýliðana að. Ef einhverjum hefði dottið þetta í hug hefði sá hinn sami verið talinn. Ja, ég veit ekki hvað. En sigur um hádegisbilið á morgun myndi styrkja stöðu Liverpool, við toppinn, verulega. Ekki veitir af áður en haldið verður til Japans.
Liverpool v Wigan
Frá því Steven Gerrard var færður til að spila hægra megin á miðjunni hefur fjölbreytnin aukist í leik Liverpool. Liðið er að skapa sér miklu fleiri marktækifæri og eins hafa fleiri mörk litið dagsins ljós en var fyrir einum mánuði. Liðið lítur bara miklu betur út. Wigan er nú búið að tapa tveimur deildarleikjum í röð. Líklega hlakkar leikmönnum félagsins ekki til þessa leiks. Samt sem áður mun það vera frábært fyrir Paul Jewell að fara með Wigan til síns heittelskaða Liverpool.
Úrskurður: Liverpool : Wigan Athletic. 2:1.
-
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga!