| Grétar Magnússon
Peter Crouch skoraði tvisvar gegn Wigan í fyrri hálfleik í dag og hann var skiljanlega í skýjunum eftir leikinn. Hann hnykkti sérstaklega á því að á að fyrra markið ætti að vera skráð á hann og engan annan !
Hann sagði: ,,Ég var mjög heppinn í fyrsta markinu. Skotið var á markið en það fór hærra en ég ráðlagði. Ef markið fer fyrir nefnd sem ákveður hver á það þá mun ég segja þeim að markið sé 100% mitt."
,,Ég er glaðlyndur að eðlisfari en þessi markaþurrð hafði stundum áhrif á mig. Það hefur verið skotið á mig úr öllum áttum undanfarið en það er frábært að skora og vonandi verður þetta til þess að ég fari að skora meira."
,,Þetta var góð frammistaða hjá liðinu og það var frábært að ná í þrjú stig í dag. Við erum í öðru sæti og erum að spila vel. Vörnin hélt enn einu sinni hreinu og það gerir lífið auðveldara fyrir okkur sem erum frammi. Allt þetta gefur okkur aukið sjálfstraust og er gott fyrir framtíðina."
TIL BAKA
Peter Crouch: ,,Frábært að ná loksins að skora"

Hann sagði: ,,Ég var mjög heppinn í fyrsta markinu. Skotið var á markið en það fór hærra en ég ráðlagði. Ef markið fer fyrir nefnd sem ákveður hver á það þá mun ég segja þeim að markið sé 100% mitt."
,,Ég er glaðlyndur að eðlisfari en þessi markaþurrð hafði stundum áhrif á mig. Það hefur verið skotið á mig úr öllum áttum undanfarið en það er frábært að skora og vonandi verður þetta til þess að ég fari að skora meira."
,,Þetta var góð frammistaða hjá liðinu og það var frábært að ná í þrjú stig í dag. Við erum í öðru sæti og erum að spila vel. Vörnin hélt enn einu sinni hreinu og það gerir lífið auðveldara fyrir okkur sem erum frammi. Allt þetta gefur okkur aukið sjálfstraust og er gott fyrir framtíðina."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Sex stig duga! -
| Sf. Gutt
Trent að verða leikfær -
| Heimir Eyvindarson
Ættleiddur Scouser búinn að skrifa undir! -
| Sf. Gutt
Einbeitum okkur bara að næsta leik! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Mummi
Mikið fjör á árshátíð Liverpoolklúbbsins! -
| Sf. Gutt
Mohamed Salah gerir nýjan samning! -
| Sf. Gutt
Til hamingju! -
| Sf. Gutt
Næsta víst!
Fréttageymslan