Peter Crouch fær tvö mörk bókfærð á sig!
Peter Crouch fagnaði tveimur mörkum innilega í gærdag. Það er nokkuð um liðið frá því marki hefur verið fagnað eins innilega eins og þegar Liverpool skoraði fyrsta mark sitt í leiknum. Peter taldi sig hafa skorað í tvígang. En ekki löngu eftir leikinn var tilkynnt að fyrra markið yrði skráð sem sjálfsmark á Mike Pollit markvörð Wigan. Forráðamenn Liverpool eru ekki sammála skilgreiningu knattspyrnuyfirvalda. Síðdegis tilkynntu menn þar á bæ að markið yrði skráð á Peter í bókhaldi félagsins.
Peter Crouch: "Auðvitað eigna ég mér fyrsta markið. Skotið var á markrammann. Það verða fá mörk skráð á sóknarmenn ef það er alltaf dæmt sjálfsmark ef markvörður snertir boltann áður en hann fer yfir línuna. Ég er ekki í nokkrum vafa og framkvæmdastjórinn er mér sammála. Allir hjá félaginu segja mér að ég hafi átt markið og ég efast ekki um það. Boltinn breytti um stefnu en það breytti engu um hvert hann stefndi. Boltinn stefndi á markið þegar ég skaut og hann stefndi enn á markið eftir að hann breytti um stefnu. Markvörðurinn gerði örvæntingarfulla tilraun til að bjarga en náði ekki að koma í veg fyrir mark. Ég á þetta mark."
Rafael Benítez: "Hann skaut að marki og boltinn stefndi á markrammann. Það skiptir engu hver snerti boltann. Peter á markið. Ég var nýlega á fundi framkvæmdastjóra í Genf sem haldinn var á vegum Alþjóðaknattspyrnusambandsins. Þar vorum við sammála um að þegar sóknarmaður skýtur að marki þá eigi hann að fá markið skráð þó svo að boltinn breyti um stefnu."
Rick Parry: "Fólk fer villur vegar þegar það telur að fyrsta mark Peter í leiknum í dag hafi verið sjálfsmark. Þó svo að markvörðurinn hafi snert boltinn, áður en hann hafnaði í markinu, þá þarf það ekki að þýða að markið eigi að skrást sem sjálfsmark. Opinbert bókhald okkar mun sýna að Peter skoraði tvö mörk gegn Wigan Athletic. Það þarf engin nefnd að velta því fyrir sér hvort markið eigi að skrást á hann."
Peter Crouch er þá búinn að skora tvö mörk í nítján leikjum fyrir Liverpool. Eða er það eitt marki í nítján leikjum? Hver veit? Peter er að minnsta kosti búinn að brjóta ísinn og það er fyrir mestu!
-
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga!