Síðasta rimma Liverpool og Chelsea á þessu ári
Síðasta rimma Liverpool og Chelsea á þessau ári fer fram á Stamford Bridge í kvöld. Á árinu hafa liðin leitt saman hesta sína sex sinnum. Mikil spenna hefur verið í kringum þessa leiki. Það virðist þó vera heldur rólegra andrúmsloft í kringum þessa Englandsorrustu. Að minnsta kosti er spennan ekkert miðað við hið magnþrungna andrúmsloft sem ríkti í kringum Englandsorrustunnar í undanúrslitum keppninnar í vor! Liverpool sótti þá markalaust jafntefli á Stamford Bridge. Allir muna svo eftir sigurmarki Luis Garcia í seinni leiknum!
Báðir framkvæmdastjórar liðanna hafa dregið úr mikilvægi leiksins í kvöld. Ástæðan er auðvitað sú að bæði lið eru komin upp úr riðlinum. Rafael Benítez hefur látið hafa eftir sér á deildarleikurinn við Middlesbrough á laugardaginn sé mikilvægari. Hann hafði þetta að segja um leikinn í kvöld. "Ég vil vinna alla leiki sem við spilum. Við munum gera okkar besta í leiknum en það er engin pressa á okkur fyrir hann. Við vildum gjarnan enda sem sigurvegarar í riðlinum. En frá okkar sjónarhóli þá er þetta ekki mikilvægasti leikur leiktíðarinnar."
Nú þegar síðasta umferð rirðilsins stendur fyrir dyrum þá er Liverpool í efsta sæti riðilsins. Liðið heldur því svo fremi sem það fer ósigrað úr höfuðstaðnum. Kosturinn við að hafna í fyrsta sæti er sá að þá lendir liðið ekki á móti efstu liðunum úr hinum riðlunum. Það er reyndar ekkert víst hvort liðin sem lenda í öðru sæti séu neitt auðveldari viðfangs. Önnur forréttindi liða í efsta sæti felast í því að þau spila heimaleikinn, í næstu umferð, á eftir útileiknum.
En hvað svo sem sagt hefur verið fyrir leikinn í kvöld þá er það næsta víst að það verður ekkert gefið eftir flautað hefur verið til leiks. Svo mikið er víst að það væri ekki verra að halda efsta sætinu í riðlinum! Líklega stefna leikmenn beggja liða á það þegar allt kemur til alls.
-
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur!