Settu takmarki náð
Þrátt fyrir að forráðamenn Liverpool og Chelsea hafi, fyrir leikinn, gert lítið úr mikilvægi leiks liðanna í gærkvöldi var ekkert gefið eftir þegar á hólminn var komið. Það þurfti reyndar ekki að koma á óvart enda hafa sjö rimmur liðanna á árinu verið hverjir annarri magnaðri. Jamie Carragher hefur nú upplýst ætlan Evrópumeistaranna fyrir leikinn.
"Fyrir leikinn var sagt að hann skipti ekki máli. En við vildum vinna riðilinn. Við vildum enda í efsta sætinu. Auðvitað erum við ánægðir núna því það er gott að hafa endað í efsta sætinu. Chelsea hefur frábæru liði á að skipa og þeir eru með eitt besta lið í Evrópu. Þess vegna er það félaginu og leikmönnunum mikill heiður að hafa endað fyrir ofan Chelsea. Það er svolítill akkur fólginn í því að hafa endað á toppnum í riðlinum. Þó ekki sé nema fyrir það eitt að liðið fær að leika seinni leikinn í næstu umferð á heimavelli."
Jamie átti hreint frábæran leik í vörn Liverpool. Það sama má segja um Sami Hyypia samverkamann hans í vörninni. Þeir félagar voru eins og klettar í hjarta varnarinnar. Má segja að þeir hafi verið fremstir meðal jafningja í liði Evrópumeistaranna. Liverpool endurtók í gærkvöldi það afrek að halda hreinu á Stamford Brigde líkt og í undanúrslitaleikn um þar í vor. Það sem meira er vörn Liverpool hefur ekki fengið á sig mark í Evrópuleikjunum fjórum gegn Chelsea á árinu!
-
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur!