| Sf. Gutt

Mark spáir í spilin

Eftir að hafa tryggt áframhaldandi vörn á Evrópubikarnum, fyrr í vikunni, er komið að næsta deildarleik. Um hádegisbilið á morgun mæta Evrópumeistararnir Middlesbrough á Anfield Road. Liverpool er nú sem stendur í þriðja sæti deildarinnar. Sigur á morgun myndi treysta liðið í sessi áður en Evrópumeistararnir halda til Japans þar sem liðið mun reyna að bæta Heimsmeistaratitli félagsliða við afrekaskrá félagsins.

Félagsmet gæti verið jafnað um hádegisbilið á morgun. Jose Reina hefur er nú búinn að halda marki sínu hreinu níu leiki í röð. Ef hann heldur markinu hreinu á morgun jafna núvernandi leikmenn Liverpool félagsmet sem sett var leiktíðina 1987/88. Það yrði sannarlega magnað afrek hvað þá ef metið yrði svo slegið í Japan!

Dietmar Hamann er eitthvað stirður eftir hina hroðalegu tæklingu Michael Essien á þriðjudagskvöldið og skyldi engan undra. Hann leikur því ekki með á morgun. Annar miðjuleikmaður er líka kominn á meiðslalistann. Darren Potter verður frá leik og keppni næstu vikunnar. Það er mikið áfall fyrir írska strákinn sem var búinn að koma sér á bekk aðalliðsins í nokkur skipti nú upp á síðkastið. Enn annar miðjumaður Boudewijn Zenden er líka frá eins og í undanförnum leikjum. Aðrir leikmenn Liverpool eru leikfærir. Það er svo spurning hvernig framkvæmdastjóri mánaðarins, fyrir nóvember, stillir liðinu upp á morgun.

Liverpool v Middlesbrough

Allir vita að Liverpool heldur markinu hreinu hvað eftir annað um þessar mundir. Sóknarleikur liðsins er líka miklu betri og liðsmenn eru að skapa fullt af marktækifærum. Steven Gerrard er enn lykillinn að öllu þessu. Hann er búinn að vera algjörlega frábær í síðustu leikjum og öll marktækifæri Liverpool virðast eiga upptök sín hjá honum.

Boro hefur altur lent í því að missa allan stöðugleika. Ef miðað er við þá leikmennn sem þeir hafa innan sinna raða þá hélt ég að þeir yrðu miklu ofari í töflunni. Ég á ekki von á því að þeir nái neinu út úr þessum leik. En ég býst við jöfnum leik.

Úrskurður: Liverpool v Middlesbrough. 2:0.

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan