Sami Hyypia gefur ekkert eftir
Sami Hyypia sýndi mikið harðfylgi í leiknum við Middlesbrough um helgina. Hann lenti þá í nokkuð hörðum árekstri við einn leikmanna Middlesbrough. Þeir skullu saman með höfuðin og það spratt fyrir hjá Sami. Hann var drifinn af leikvelli svo hægt væri að gera að meiðslunum. Það var gert og Sami kom til stuttu seinna til leiks með höfuð sitt reifað. En Finninn gaf það ekki eftir. Það fyrsta sem hann gerði eftir að hann kom inn á aftur var að skalla boltann frá marki Liverpool! Stuðningsmenn Liverpool kunnu vel að meta þetta og sungu nafn Finnans í kjölfarið!
Það merkilega var að Liverpool skoraði fyrsta mark leiksins á meðan gert var að meiðslum Sami! Hann sá markið í sjónvarpinu þegar verið var að gera að meiðslum hans. "Ég sá fyrsta markið í sjónvarpinu í búningsherberginu og heyrði fagnaðarlætin í áhorfendum."
Sami er að sjálfsögðu ánægður með hinn frábæra varnarleik sem Liverpool hefur sýnt í síðustu leikjum. "Það fylgir því góð tilfinning að halda markinu hreinu. Við erum ekki að hugsa of mikið um metið. Við spilum eins í hverjum einasta leik og það virðist vera að ganga vel."
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna