Michael Essien fær tveggja leikja bann
Michael Essien hefur verið úrskurðaður í tveggja leikja bann fyrir tæklinguna hroðalegu á Dietmar Hamann í leik Chelsea og Liverpool í Meistaradeildinni á dögunum. Dietmar var mjög heppinn að slasast ekki illa. Dómaranum yfirsást brotið í leiknum og þótti það með miklum ólíkindum því hann var mjög nærri þegar atvikið átti sér stað.
Mikil umræða varð um brotið eftir leikinn og var tæklingin fordæmd. Kannski hafði sú umræða þau áhrif að aganefnd Knattspyrnusambands Evrópu skoðaði málið eftir á. Nefndin hefur nú kveðið upp úrskurð sinn. Michael Essien mun því missa af báðum leikjum Chelsea í sextán liða úrslitum keppninnar.
-
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur!