Peter Crouch fær fyrsta markið gegn Wigan skráð á sig
Í dag var það endanlega staðfest að Peter Crouch hefur skorað fjögur mörk fyrir Liverpool. Þá var endanlega úrskurðað að Peter hefði skorað fyrsta mark Liverpool gegn Wigan. Markið var sem sagt ekki sjálfsmark.
Þetta mark, sem nú er endanlega skráð sem fyrsta mark Peter Crouch fyrir Liverpool, var þannig að Peter skaut í varnarmann Wigan og þaðan fór boltinn í háum boga í markið. Markvörður Wigan, Mike Pollitt, reyndi að bjarga en sló boltann í netið í staðinn. Til að byrja með var markið skráð sem sjálfsmark hjá Pollitt en Liverpool lýsti því strax yfir að í sínum bókum yrði þetta mark skráð á Peter. Sérstök nefnd sem hefur það hlutverka að úrskurða um vafasöm mörk í Úrvalsdeildinni kom saman og úrskurðaði að Peter Crouch ætti markið.
Þar með er enginn vafi á því lengur hvenær Peter Crouch skoraði sitt fyrsta mark fyrir Liverpool. Makrið langþráða var fyrsta mark leiksins þegar Liverpool vann Wigan 3:0! Hann skoraði svo aftur í leiknum og í morgun bætti hann við tveimur mörkum þegar Liverpool vann Deportivo Saprissa 3:0 í Japan.
-
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga!