Óréttlæti í Yokohama!
Evrópu- og Stórbikarmeistararnir misstu af heimsmeistaratigninni, nú um hádegisbilið, eftir gríðarlega óréttlátt tap gegn Sao Paulo í Yokohama. Brasilíumennirnir skoruðu eina mark leiksins og héngu á því. Liverpool átti leikinn en náði ekki færa sér yfirburðina í nyt. Þrjú mörk voru dæmd af Liverpool. Að minnsta kosti eitt markanna var ranglega dæmt af. Að auki átti Liverpool að fá vítaspyrnu undir lok leiksins. En allt allt gekk í mót í kuldanum í Japan. Ég verð að segja að ég hef aldrei séð ósanngjarnari úrslit í úrslitaleik! Reyndar hef ég held ég aldrei séð meiri yfirburði í neinum úrslitaleik! En í öllum vonbrigðunum þá skulum við minnast þess hvernig Liverpool vann sér rétt til að leika í Heimsmeistarakeppni félagsliða! Tveir Evrópubikarar eru núna hýstir á Anfield Road! Þáð má vel sætta sig við þann afrakstur ársins en bikararnir áttu að vera fleiri ef réttlætinu hefði verið fullnægt.
Áður en leikurinn hófst var föður Rafel Benítez minnst. Liverpool byrjaði leikinn betur og Fernando Morientes skallaði rétt framhjá strax í upphafi leiksins. En það var brasilíska liðið sem komst yfir á 27. mínútu. Mineiro slapp þá í gegnum vörn Liverpool eftir góða sendingu frá Amoroso og skoraði af öryggi. Þetta var fyrsta markið sem Jose Reina fékk á sig í rúmlega ellefu leikjum. Eftir þetta áfall tók Liverpool öl völd á vellinum. Luis Garcia var mjög líflegur í framlínu Liverpool. Hann átti skalla í þverslá rétt eftir að Sao Paulo komst yfir. Hann átti svo skot framhjá og svo varði Rogerio frá honum.
Hafi Liverpool verið sterkari aðilinn í fyrri hálfleik þá voru yfirburðir liðsins eftir leikhlék algerir. Leikmenn Sao Paulo stilltu upp í vörn og Liverpool sótti án afláts. Rogerio, besti maður Sao Paulo varði frábærlega aukaspyrnu frá Steven Gerrard snemma í hálfleiknum. Sóknir Evrópumeistaranna buldu á vörn Suður Ameríkumeistaranna en lánið var ekki með leikmönnum Liverpool. Skallamark var dæmt af Luis Garcia. Líklega var það þó réttur dómur. Litlu síðar var lánið enn ekki með Luis Garcia þegar varið var frá honum. Heppnin var heldur ekki með Harry Kewell þegar markvörðurinn sló skot hans í þverslána. Sami Hyypia kom boltanum í mark af stuttu færi eftir hornspyrnu en markið var dæmt af. Það var erfitt að sjá hvers vegna markið var dæmt af Sami. Línuvörður gaf merki um að boltinn hefði farið aftur fyrir endalínu eftir hornspyrnuna. En það var erfitt að dæma um það. Dómarinn hefði vel getað rekið varnarmanninn Lugano af velli eftir að hann sparkaði Steven Gerrard niður. En hann fékk einungis gult spjald. Undir lok leiksins kom skoraði Florent Sinama Pongolle, sem skipti við Mohamed Sissoko, af stuttu færi en í þriðja sinn flaggaði línuvörðurinn. Hafi hann haft rétt fyrir sér með hin tvö fyrri skiptin þá varð honum illilega á í þetta sinnið. Markið virtist fullkomlega löglegt. Enn gramdist leikmönnum Liverpool dómgæslan þegar ekki var dæmd vítaspyrna þegar brotið virtist á Harry Kewell inn í vítateig. Brotið virtist verðskulda vítaspyrnu og ekkert annað. Vonbrigði leikmanna Liverpool voru mikil í leikslok enda hafði liðið tapað mjög svo ósanngjarnt. En Liverpool var greinilega ekki ætlað að vinna þennan bikar. Að minnsta kosti ekki í þetta skiptið!
Það eru mörkin sem telja og Liverpool skoraði ekkert löglegt mark. Jú, líklega skoruðu þeir eitt og kannski tvö. En Heimsmeistaratitlill félagsliða rann Liverpool úr greipum. Leikmenn Sao Paulo fögnuðu ósanngjörnum sigri en þetta var í þriðja sinn sem félagið verður Heimsmeistari í knattspyrnu. Það sagði sína sögu að það heyrðist mest í stuðningsmönnum Liverpool undir loks leiksins og í leikslok. Gríðarlega vonbrigði en leikmenn Liverpool gátu ekki gert meira. Þeir gerðu allt nema að skora. En þeir skoruðu nú samt. Kannski er Guð bara brasilískur eins og þarlendir hafa löngum haldið fram þegar knattspyrnan er annars vegar.
Liverpool: Reina, Carragher, Warnock (Riise 79. mín.), Finnan, Hyypia, Kewell, Gerrard, Luis Garcia, Alonso, Morientes (Crouch 85. mín.) og Sissoko (Sinama Pongolle 79. mín.). Ónotaðir varamenn: Dudek, Carson, Cissé, Josemi, Traore og Hamann.
Sao Paulo: Rogerio, Cicinho, Fabio Santos, Edcarlos, Lugano, Junior, Mineiro, Josue, Danilo, Amoroso og Aloisio (Grafite 75. mín.). Ónotaðir varamenn: Christian, Alex, Denilson, Fabao, Renan, Donizeti Flavio, Thiago, Richarlyson, Souza, Bosco, Roberto Flavio.
Gul spjöld: Lugano og Rogerio.
Markið: Mineiro (27. mín.).
Áhofendur í Yokohama: 66.821.
-
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur!