Rændir sigri
Leikmenn Liverpool voru niðurbrotnir í leikslok í Yokohama. Leikmenn jafnt sem stuðningsmenn Evrópumeistaranna spyrja sig enn hvernig heimsmeistarartitilinn rann úr greipum þeirra. Auðvitað segir markatalan sína sögu en það var erfitt að kyngja þessu tapi. Þetta var nefnilega tap eins og þau gerast hvað óverðskulduðust. Það fannst að minnsta kosti Luis Garcia.
"Mér finnst að við höfum verið rændir sigri. Þeir segja mér að þetta hafi ekki átt að vera mark. En hvað getur maður gert? Svarið er að við getum ekkert gert. Við skoruðum þrjú mörk og eitt var örugglega gott og gilt. Mér fannst að dómarinn hafi gert nokkur mistök og við erum mjög óánægðir með þau. Við misstum af titlinum en við vitum að við spiluðum vel. Þeir áttu eitt marktækifæri og ógnuðu ekkert eftir það. VIð sýndum að minnsta kosti öllum að við getum att kappi við bestu lið veraldar."
Luis Garcia var einn, ef ekki besti maður Liverpool í leiknum. Liverpool hefði unnið leikinn hefði honum tekist að skora úr fjórðungi þeirra færa sem honum féll í skaut. En óheppnin elti hann eins og aðra leikmenn Liverpool í gær. Vissulega hefði hann og félagar hans getað notað færin betur en það þarf líka að hafa lánið með sér. Lánið var með Sao Paulo.
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!