Benítez bálreiður við Blatter
Þjálfari skemmtikraftana í Sao Paolo segir að úrslitin séu það sem skipti máli. Það má til sanns vegar færa en fyrr má aldeilis fyrr vera! Eitt mark og allt liðið var komið í vörn. Dúndrað fram og smá hjálp frá dómaranum og öðrum línuverðinum.
Benítez fór beint til Sepp Blatter í leikslok og eflaust ekki til að óska honum til hamingju með gott mót. Benítez sagði að þetta hefði verið einkasamtal og blaðamönnum kæmi því það ekkert við en bætti við að afar ólíklegt væri að mexíkóskur dómari og kanadískur línuvörður yrðu látnir dæma í úrslitaleik heimsmeistarakeppninnar! Það er ekki beint hægt að segja að Benítez láti jafnan öllum illum látum ef honum finnst eitthvað athugavert. Það þurfti því algjöran skandal eins og í úrslitaleiknum þegar mark var dæmt af Pongolle, fautalegt brot Lugano á Gerrard var ekki rautt spjald (hvað skiptir máli þó að hann hefði ekki verið síðasti maður - þetta var aftaka að úrúgvæskum hætti) og Kewell skilur ekki ennþá hvenær sniðglíma á lofti varð lögleg í fótbolta.
17-0 í hornspyrnum og 21-4 í skotum segir ýmislegt um gang leiksins. Leikmenn Liverpool, framkvæmdastjórinn og aðdáendurnir eru svekktir en dagur kemur eftir þennan dag. Nú verðum við að halda okkar striki í deildinni og sýna Michael Owen og félögum í Newcastle í tvo heimana á annan í jólum.
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!