Nú verður að fylkja liði
Xabi Alnoso var, eins og allir leikmenn Liverpool, mjög vonsvikinn eftir tapið gegn Sao Paulo á sunnudaginn. Hann segir þó að það tjái ekki að gráta orðinn hlut. Baráttan heldur áfram og það verður að fylkja liði fyrir hana. Sami Hyypia setur tapið í nöturlegt samhengi.
Xabi sagði þetta eftir leikinn. "Mér fannst þetta vera fullkomlega ósanngjörn úrslit. VIð réðum lögum og lofum í síðari hálfleik, sköpuðum okkur fullt af færum, lékum vel sem lið og það voru þrjú mörk dæmd af okkur. Það er ótrúlegt að við skyldum ekki ná að jafna miðað við öll marktækifærin sem við fengum. Við erum gríðarlega vonsviknir en við verðum að sætta okkur við orðinn hlut og halda okkar striki. Það hefur engan tilgang að kvarta yfir þessu núna. Það er synd að við skyldum ekki náð að lyfta bikarnum. En við verðum að rífa okkur upp og halda áfram að vinna."
Finninn sterki Sami Hyypia setti þetta sára tap í nöturlegt samhengi með þessum orðum. "Ef maður vinnur þá er sigurinn kominn í sögubækurnar og hann verður skráður þar um alla eilífð. Eftir fimm ár mun enginn muna hvaða lið tapaði fyrir Sao Paulo í úrslitaleiknum."
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!