Michael Owen til í slaginn á Anfield
Michael Owen hefur skorað sjö mörk í átta leikjum fyrir Newcastle og segist vera reiðubúinn að mæta sínu gamla félagi á Anfield. Hvernig skyldu móttökurnar verða?
"Þegar ég vissi að ég ætlaði að leika aftur i Úrvalsdeildinni gat ég vel ímyndað mér að það yrði skrítið að leika gegn sínu gamla félagi. Ég sé fyrir mér hvernig það verður og verður mjög spennandi að hitta gamla vini á ný. Mig grunaði aldrei að ég myndi yfirgefa Liverpool. Ég hafði verið þar síðan ég var ellefu ára", sagði fyrrum dýrlingur Púllara.
Michael Owen bætir við að hann sé ánægður hjá Graeme Souness og félögum í Newcastle:
"Ég skrifaði undir fjögra ára samning eins og allir vita. Ég hefði ekki skrifað undir þann samning ef ég héldi ekki að þetta yrði góður staður til að vera á. Ég er ánægður með ákvörðun mína og hvernig mér hefur gengið hjá Newcastle. Ef við bætum leik okkar og höldum áfram að vinna leiki þá verður spennandi að leika fyrir þetta félag."
-
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur!