Enn ákveðnari
Xabi Alonso er á því að svekkelsið með að hafa tapað úrslitaleiknum í HM félagsliða, muni hafa þau áhrif á Liverpool liðið að það komi enn ákveðnara til leiks gegn Newcastle á annan í jólum. Liðsandinn virðist vera afar góður og menn staðráðnir í að taka upp þráðinn að nýju í Úrvalsdeildinni.
Xabi: "Það að tapa úrslitaleiknum mun gera okkur enn ákveðnari að sigra í framtíðinni. Okkur finnst við hafa klúðrað tækifæri til að vinna bikar, en hvatningin er mikil hjá okkur að vinna fleiri bikara. Núna verðum við bara að gleyma vonbrigðunum með að hafa tapað þessum úrslitaleik og einbeita okkur að Úrvalsdeildinni. Úrslitaleikurinn tilheyrir nú fortíðinni og nú þurfum við að horfa fram á veginn.
En í stað þess að horfa á þá staðreynd að við höfum tapað leiknum, þá getum við verið jákvæðir og sagt að við höfum sýnt fram á það að við hefðum alveg getað orðið Heimsmeistarar. Við vorum betri en liðið sem vann.
Harry Kewell var hættulegur á vinstri kantinum og spilaði vel fyrir okkur. Hann er að ná upp hraðanum aftur. Það eru góðar fréttir fyrir okkur, vegna þess að hann kemur með mikið inn í liðið og sýndi það í þessum leik hversu mikilvægur leikmaður hann getur verið fyrir okkur."
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!