Félagarnir Carra og Michael
Liverpool liðið er komið til síns heima á ný, eftir erfitt ferðalag frá Japan. Það er enginn tími til hvíldar, nú er undirbúningur hafinn fyrir næsta leik. Hann verður í meira lagi sérstakur fyrir tvo leikmenn. Félagarnir Jamie Carragher og Michael Owen eru að mætast í fyrsta sinn. Þeir eru bestu félagar, en hvernig verður þetta þegar út á völlinn verður komið?
Carra: "Við erum alls ekkert niðurlútir eftir Sao Paulo tapið, vegna þess að við höfum verið að spila vel. Við viljum setja pressu á Chelsea. Manchester United hafa unnið tvo leiki á meðan við vorum í burtu og náð öðru sætinu. Markmiðið fyrir leiktíðina var að reyna eins og við gætum að keppa um titilinn. Það er ennþá langur vegur framundan, og vonandi getum við gert þetta.
Þessi leikur snýst ekki bara um Michael. Vonandi fær hann góðar móttökur vegna þess að hann á þær skilið, hann var frábær leikmaður fyrir félagið. En við höfum haldið áfram veginn og sama má segja um Michael. Ég veit að margir munu gera mikið úr endurkomu hans á Anfield, en hann spilar ekki fyrir Liverpool. Hann er bara eins og hver annar leikmaður. Við munum ekkert breyta út af leik okkar vegna Michael. Hann er félagi minn og það er gaman að sjá að honum gengur vel. En aðal málið er Liverpool, við viljum vinna og vonandi gerum við það."
-
| Sf. Gutt
Sex stig duga! -
| Sf. Gutt
Trent að verða leikfær -
| Heimir Eyvindarson
Ættleiddur Scouser búinn að skrifa undir! -
| Sf. Gutt
Einbeitum okkur bara að næsta leik! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Mummi
Mikið fjör á árshátíð Liverpoolklúbbsins! -
| Sf. Gutt
Mohamed Salah gerir nýjan samning! -
| Sf. Gutt
Til hamingju! -
| Sf. Gutt
Næsta víst!