Í hnotskurn
+ Fyrst var leikið í Heimsmeistarakeppni félagsliða árið 1960. Real Madrid varð fyrst liða til að vinna keppnina.
+ Liverpool lék í þriðja sinn í úrslitum Heimsmeistarakeppni félagsliða.
+ Liverpool lék til úrslita árin 1981 og 1984. Fyrst tapaði Liverpool 3:0 fyrir Flamengo og svo 1:0 fyrir Independiente.
+ Í þriðja sinn rann titilinn Liverpool úr greipum.
+ Sao Paulo vann suadíska liðið Al Ittihan 3:2 í undanúrslitum. Evrópumeistararnir unnu Deportivo Saprissa frá Kosta Ríka 3:0.
+ Úrslitaleikurinn fór fram á leikvanginum í Yokohama. Á þessum sama velli fór úrslitaleikurinn í síðustu Heimsmeistarakeppni fram. Þá unnu Brasilíumenn líka!
+ Fyrir leikinn var nýlátnum föður Rafael Benítez minnst.
+ Enginn af þeim leikmönnum Liverpool sem léku leikinn hafði fyrir þessa keppni tekið þátt í henni.
+ Það kom að því að Jose Reina fékk mark á sig.
+ Eftir að hafa haldið markinu hreinu í ellefu leiki í röð náði Mineiro að skora hjá honum. Þegar það gerðist var Jose búinn að halda markinu hreinu í 1042 mínútur.
+ Lánið var ekki með Liverpool í leiknum. Þrjú mörk voru dæmd af Liverpool. Ekki man ég hvenær slíkt hefur gerst. Reyndar er alls óvíst hvort slíkt hefur áður gerst í sögu félagsins.
+ Það makalausa var að sami línuvörðurinn dæmdi öll þrjú mörkin af.
+ Liverpool hefur aldrei áður leikið þrjá úrslitaleiki í sömu keppninni og tapað þeim öllum.
+ Liverpool tapaði fyrstu tveimur úrslitaleikjum sínum í F.A. bikarnum. Fyrst 1:0 fyrir Burnley 1914 og svo 2:0 fyrir Arsenal 1950. En heppnin var með liðinu í þriðja leiknum þegar liðið lagði Leeds United 2:1 1965. Þrír reyndist ekki happatala Liverpool í Heimsmeistarakeppni félagsliða. Vonandi verður fjórir happatala liðsins í keppninni!
+ Sigurinn kom Sao Paulo í hóp sigursælustu liða í keppninni. Þetta var þriðji sigur liðsins. Áður vann liðið keppnina tvö ár í röð 1992 og 1993.
+ Real Madrid og AC Milan hafa oftast Evrópuliða unnið keppnina eða þrívegis. Af liðum frá Suður Ameríku þá eru argentíska liðið Boca Juniors og úrúgvæsku liðin Penarol og Nacional sigursælust. Nú hefur Sao Paulo slegist í þann hóp. Því miður gerðist það á kostnað Liverpool.
Liverpool: Reina, Carragher, Warnock (Riise 79. mín.), Finnan, Hyypia, Kewell, Gerrard, Luis Garcia, Alonso, Morientes (Crouch 85. mín.) og Sissoko (Sinama Pongolle 79. mín.). Ónotaðir varamenn: Dudek, Carson, Cissé, Josemi, Traore og Hamann.
Sao Paulo: Rogerio, Cicinho, Fabio Santos, Edcarlos, Lugano, Junior, Mineiro, Josue, Danilo, Amoroso og Aloisio (Grafite 75. mín.). Ónotaðir varamenn: Christian, Alex, Denilson, Fabao, Renan, Donizeti Flavio, Thiago, Richarlyson, Souza, Bosco, Roberto Flavio.
Gul spjöld: Lugano og Rogerio.
Markið: Mineiro (27. mín.).
Áhofendur í Yokohama: 66.821.
Maður leiksins: Harry Kewell. Ástralinn lék sinn besta leik í manna minnum. Hann var gríðarlega áræðinn og duglegur. Varnarmenn Sao Paulo átti í miklum vandræðum með Harry á vinstri kantinum. Það var langt um liðið frá því Harry hefur leikið af jafn miklu sjálfstrausti.
Jákvætt :-) Liverpool lék nógu vel í leiknum til að eiga sigurinn skilinn en lánið fylgdi ekki liðinu. Leikmenn Liverpool börðust eins og ljón og gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til að vinna leikinn. Það tókst því miður ekki. Miðað við gang leiksins þá er Liverpool ekki næst besta lið heims heldur það besta. En mörkin telja.
Neikvætt :-( Þetta tap var gríðalega sárt því Evrópumeistararnir áttu sigurinn svo sannarlega skilinn. Ólán Liverpool var með ólíkindum. Þrjú mörk voru dæmd af liðinu. Í það minnsta hefði eitt þeirra átt að standa. Það voru mikil vonbrigði að Liverpool skyldi ekki ná að bæta Heimsmeistaratitlinum í safnið með Evrópubikarnum og Stórbikarnum. Vonandi gefst annað tækifæri á að vinna þessa keppi og það sem fyrst!
Umsögn Liverpool.is um leikinn: Liverpool byrjaði leikinn betur og Fernando Morientes skallaði rétt framhjá strax í upphafi leiksins. En það var brasilíska liðið sem komst yfir á 27. mínútu. Mineiro slapp þá í gegnum vörn Liverpool eftir góða sendingu frá Amoroso og skoraði af öryggi. Þetta var fyrsta markið sem Jose Reina fékk á sig í rúmlega ellefu leikjum. Eftir þetta áfall tók Liverpool öl völd á vellinum. Luis Garcia var mjög líflegur í framlínu Liverpool. Hann átti skalla í þverslá rétt eftir að Sao Paulo komst yfir. Hann átti svo skot framhjá og svo varði Rogerio frá honum.
Hafi Liverpool verið sterkari aðilinn í fyrri hálfleik þá voru yfirburðir liðsins eftir leikhlék algerir. Leikmenn Sao Paulo stilltu upp í vörn og Liverpool sótti án afláts. Rogerio Ceni, besti maður Sao Paulo varði frábærlega aukaspyrnu frá Steven Gerrard snemma í hálfleiknum. Sóknir Evrópumeistaranna buldu á vörn Suður Ameríkumeistaranna en lánið var ekki með leikmönnum Liverpool. Skallamark var dæmt af Luis Garcia. Líklega var það þó réttur dómur. Litlu síðar var lánið enn ekki með Luis Garcia þegar varið var frá honum. Heppnin var heldur ekki með Harry Kewell þegar markvörðurinn sló skot hans í þverslána. Sami Hyypia kom boltanum í mark af stuttu færi eftir hornspyrnu en markið var dæmt af. Það var erfitt að sjá hvers vegna markið var dæmt af Sami. Línuvörður gaf merki um að boltinn hefði farið aftur fyrir endalínu eftir hornspyrnuna. En það var erfitt að dæma um það. Dómarinn hefði vel getað rekið varnarmanninn Lugano af velli eftir að hann sparkaði Steven Gerrard niður. En hann fékk einungis gult spjald. Undir lok leiksins kom skoraði Florent Sinama Pongolle, sem skipti við Mohamed Sissoko, af stuttu færi en í þriðja sinn flaggaði línuvörðurinn. Hafi hann haft rétt fyrir sér með hin tvö fyrri skiptin þá varð honum illilega á í þetta sinnið. Markið virtist fullkomlega löglegt. Enn gramdist leikmönnum Liverpool dómgæslan þegar ekki var dæmd vítaspyrna þegar brotið virtist á Harry Kewell inn í vítateig. Brotið virtist verðskulda vítaspyrnu og ekkert annað. Vonbrigði leikmanna Liverpool voru mikil í leikslok enda hafði liðið tapað mjög svo ósanngjarnt. En Liverpool var greinilega ekki ætlað að vinna þennan bikar. Að minnsta kosti ekki í þetta skiptið!
-
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur!