Owen: Það verður einkennilegt að leika gegn Liverpool
Michael Owen viðkennir fúslega að það verði einkennilegt að koma á Anfield á annan í jólum sem leikmaður Newcastle.
Owen vonast eftir góðum móttökum hjá stuðningsmönnum Liverpool en segist þó munu einbeita sér 100% að því að standa sig fyrir Newcastle og vonast til að skora gegn sínu gamla félagi. Hann segist hins vegar bera mikla virðingu fyrir Rafael Benítez sem reyndi að fá hann aftur á Anfield rétt áður en félagaskiptaglugginn lokaði í haust.
„Þetta verður auðvitað sérstakur dagur með tilliti til sterkra og langra tengsla minna við Liverpool, þó stuðningsmenn Liverpool hafi auðvitað oft áður tekið á móti fyrrum leikmönnum liðsins á Anfield. Ég veit samt að þeir hafa fullan skilning á því að ég mun einbeita mér 100% að því að ná góðum leik fyrir það lið sem ég nú leik fyrir.
Ég man t.d. eftir samtali okkar Jamie Carragher hér fyrir nokkru síðan þegar við sáum leikmann sem virtist hnugginn yfir því að hafa skorað gegn fyrrum félögum sínum. Ég held að hvorugur okkar hafi skilið þau viðbrögð og ef ég skora núna mun ég svo sannarlega fagna innilega, líkt og ég gerði gegn West Ham síðastliðinn laugardag.
Mér mun ekki líða illa eða skammast mín, en ég mun heldur ekki hlaupa sigri hrósandi að varamannaskýli Liverpool með tvö fingur á lofti. Af hverju ætti ég að gera það? Rafael Benítez kom mjög heiðarlega og hreinskilningslega fram við mig þegar ég fór til Real Madrid og síðan reyndi hann að kaupa mig aftur til liðsins í ágúst. Því skildi ég þá vera eitthvað svekktur út í hann eða nokkurn annan á Anfield?“ segir þessi mikli markaskorari og fyrrum hetja Liverpool.
Það er ljóst að stuðningsmenn Liverpool bíða spenntir eftir kappanum þó sumir vildu eflaust frekar sjá hann í rauðri treyju en röndóttri.
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!