Mark spáir í spilin
Jólatörnin hefst á öðrum degi jóla með heimsókn Skjóranna. Leikurinn sjálfur hefur ekki verið í brennidepli. Öll athygli beinist að heimkomu Michael Owen. Hann mætir sínum fyrri félögum í fyrsta sinn eftir að hann yfirgaf Liverpool í ágúst í fyrra. Það benti margt til þess að MIchael væri á leið til Liverpool í ágúst nú í sumar. En það varð ekkert úr því. Því miður því það er augljóst mál að Michael Owen er helsti markaskorari Englands. Í raun var það illskiljanlegt að Michael skyldi ekki snúa heim aftur. Liverpool vildi fá hann en félagið var ekki tilbúið að borga of mikið fyrir mann sem það seldi ári áður. Eftir stendur að Michael átti sjálfur síðasta orðið um hvert hann vildi fara og hann valdi Newcastle United. Þess vegna er hann nú að koma heim á jólum til að herja á sitt gamla félag. Eitt er þó næsta víst og það er að Michael Owen á eftir að fá góðar móttökur á öðrum degi jóla.
Tapið fyrir Sao Paulo í úrslitum Heimsmeistarakeppni félagsliða voru mikil vonbrigði fyrir leikmenn Liverpool. Þar kom aðeins fádæma óheppni í veg fyrir að Liverpool yrði heimsmeistari. Í raun átti Liverpool ekkert annað skilið en að koma með gull heim frá Japan. Því miður var ekki svo. En vonandi situr tapið ekki í Evrópumeisturunum. Það má ekki gera það því jólatörnin hljóðar upp á fjóra leiki á átta dögum. Svona eru jólin.
Liverpool v Newcastle
Það má alltaf reikna með mörkum þegar Newcastle er annars vegar. Þetta er bara svoleiðis! En mun Michael Owen skora? Nei ég held ekki. Það er nógu langt um liðið frá því lið Liverpool kom heim frá Heimsmeistarakeppni félagsliða til liðsmenn ættu að vera búnir að ná sér eftir ferðalagið. Það ætti ekki að vera neitt vandamál með það mál.
Úrskurður: Liverpool v Newcastle 2:0.
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!