Mark spáir í spilin
Það er skammt stórra högga á milli í jólatörninni hjá knattspyrnumönnum á Englandi. Törnin hófst í gær á öðrum degi jóla og á morgun, á fjórða degi hátíðarinnar, ganga leikmenn Liverpool og Everton á hólm á Goodison Park. Það gekk allt að óskum hjá Liverpool í gær þegar liðið lagði Newcastle United að velli 2:0 á Anfield Road. Á hinn bóginn þá gat jólatörnin vart byrjað verr hjá Everton. Liðið mátti þola stórtap 4:0 fyrir Aston Villa á Villa Park. Ekki bætti það skap stuðningsmanna Everton að Evrópumeistarinn Milan Baros skoraði tvívegis! Það gætu því margir haldið að Liverpool ætti sigurinn vísann á morgun. En málið er ekki svo einfalt þegar Merseybakkarimmur eru annars vegar. Eitt er víst og það er að leikmenn beggja liða munu leggja allt í sölurnar. Miðað við gengi liðanna í gær má líka slá því föstu að ef eitthvað er þá munu leikmenn Everton leggja sig enn meira fram en venjulega gegn Liverpool á morgun.
Merseybakkarimman á morgun er sú fyrsta frá því Liverpool vann Evrópubikarinn. Sá glæsti sigur setti stóran og dimman skugga á það afrek Everton að enda fyrir ofan Liverpool í deildinni á vordögum. Everton náði þá fjórða sæti deildarinnar á kostnað Liverpool og tryggði sér þar með sæti í undankeppni Meistarardeildarinnar. Reyndar varð Evrópuvegferð Everton mjög stutt því liðið náði hvorki að komast í gegnum undakeppni Meistaradeildarinnar eða Evrópukeppni félagsliða. Vörn Liverpool á Evrópubikarnum er hins vegar enn í fullum gangi. Stuðningsmenn Liverpool fögnuðu Evrópubikarsigrinum í vor og eru enn að fagna honum. Stuðningsmenn Everton hafa á meðan mátt horfa upp á mikla erfiðleika hjá liðinu sínu. Í stað toppbaráttu eins og á síðustu leiktíð þá er nú barist í bökkum við botn deildarinnar. En allar þessar staðreyndir munu skipta litlu annað kvöld þegar leikmenn Liverpool og Everton hlaupa til leiks í tvöhundraðasta og annað sinn.
Everton v Liverpool
Everton er að berjast fyrir lífi sínu um þessar mundir. Allt kom þó fyrir ekki þegar liðið tapaði 4:0 á útivelli gegn Aston Villa. En nú, og sérstaklega fyrst mótherjinn er Liverpool, þá munu þeir berjast það til yfir lýkur. Á hinn bóginn þá virðist allt ganga að óskum hjá keppinautum þeirra á Merseybökkum. Ég hef þó áhyggjur af því hvað þeir myndu gera ef Stevie Gerrard myndi meiðast.
Úrskurður: Everton v Liverpool. 1:1.
-
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur!