Rafael vill sigur gegn Everton
Rafael Benítez vill að leikmenn sínir haldi sigurgöngunni í deildinni áfram og vinni sigur á nágrönnum sínum í kvöld. Liverpool mátti lúta í gras fyrir Everton á Goodison Park á síðustu leiktíð en nú vonast Rafael til að blaðinu verði snúið við.
"Við höldum til leiks í grannaslaginn fullir sjálfstrausts. Nágrannarimman er ólík öllum öðrum leikjum en við hlökkum til leiksins og við ætlum okkur að gera okkar besta. Við vitum að sigur okkar yrði mikilvægur fyrir okkur og stuðningsmennina. En stigin þrjú eru það sem mestu máli skiptir. Við náðum þremur stigum af Newcastle og nú vil ég fá þrjú stig gegn Everton. Við vitum að við vorum ekki upp á okkar besta þegar við töpuðum 1:0 þarna á síðustu leiktíð. En í þetta skiptið vil ég að við vinnum sigur. Það er alltaf frábær stemmning á þessum leikjum og núna veit ég sjálfur meira um hvað nágrannarimmur snúast."
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!