Hvergi smeykur
Spennan fyrir Merseybakkaslagi getur verið yfirþyrmandi og jafnvel skotið mönnum skelk í bringu. Einn leikmaður Liverpool, sem ætti ef til vill að vera órótt fyrir kvöldið, segist hvergi smeykur. Þetta er Malímaðurinn Mohamed Sissoko. Ástæðan fyrir því að hann ætti kannski átt að vera smeykur er sú að í sumar munaði aðeins hársbreidd að hann gerði samning við Everton! En þegar Rafael Benítez frétti af því að þessi fyrrum lærisveinn sinn hyggðist hafa vistaskipti var hann snöggur til. Hann hafði samband við Mohamed og í kjölfarið var miðjumanninum boðinn samningur við Liverpool. Mohamed tók tilboði Liverpool. Forráðamenn Everton voru skiljanlega ekki ánægðir. En hver segir nei þegar Evrópumeistararnir banka upp á? Að minnsta kosti ekki Mohamed Sissoko!
Nú dregur að fyrsta derby leiknum frá því Mohamed Sissoko skipti um skoðun í sumar og gekk til liðs við Liverpool. Það má því búast við því að stuðningsmenn Everton láti Mohamed, ef hann spilar, heyra það í kvöld. Þau viðbrögð eru eðlileg og ekkert út á þau að setja. En Mohamed er hvergi smeykur fyrir leikinn á Goodison Park. Hann er nú laus úr leikbanni og það er alls ekki ólíklegt að hann verði í liði Liverpool í kvöld.
"Allir leikmenn í heiminum hefðu gert það sama og ég í mínum sporum. Þegar bæði tilboðin lágu fyrir varð ég að velja þá Rauðu því þeir eru Evrópumeistarar og ég þekkti Rafa Benítez fyrir. Ég er vel undirbúinn fyrir allt það sem stuðningsmenn Everton koma til með að beina að mér. Ég er viss um þeir eiga eftir að blísta og baula á mig frá fyrstu mínútu. En ég hef engar áhyggjur af því."
Einn áhorfandi á Goodison Park mun þó hvetja Mohamed meira en aðrir. Mamadu bróðir hann mun vera meðal áhorfenda í kvöld. Hann er nú að reyna fyrir sér hjá utandeildarliðinu Vauxhall Motors Reserves. Þetta lið er staðsett í nágrenni Liverpool. Mamadu hefur vakið nokkra athygli með liðinu.
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!