Fyrirliðinn hæstánægður
Steven Gerrard er í sannkölluðu jólaskapi eftir sigur Liverpool gegn Everton í gærkvöldi. Það þarf ekki að undra enda fátt sætara en að leggja þá Bláu að velli. Steven átti mjög góðan leik og hann skoraði að auki fjórtánda mark sitt á leiktíðinni. Markið er sérlega merkilegt fyrir þær sakir að Steven hefur aldrei skorað svo mörg mörg á einni leiktíð.
"Við verðum að halda okkar striki og reyna að draga á hin liðin. Við viljum vera tilbúnir að notfæra okkur það ef Man United og Chelsea missa stig. Við verðum bara að halda einbeitingunni og stefna að því að vinna okkar leiki. Við lékum vel gegn Everton og verðskulduðum sigurinn. Núna förum við að huga að næsta leik gegn West Brom sem verður eftir nokkra daga. Það er alltaf magnað að vinna derby leik og þá sérstaklega fyrir okkur strákana sem erum héðan því það eru jafnan fullt af fjölskyldumeðlimum og vinum á þessum leikjum. Það er gaman að hafa unnið sér rétt til að geta montað okkur við stuðningsmenn Everton. Að minnsta kosti fram að næsta derby leik."
Sem fyrr segir þá skoraði Steven fjórtánda mark sitt á leiktíðinni gegn Everton. Reyndar skoraði hann líka gegn Everton á síðustu leiktíð. Steven er búinn að vera mjög marksækinn á leiktíðinni og nú er hann búinn að skora einu marki meira en hann gerði á síðustu leiktíð. "Ég æfi skot eins mikið og ég get. Ég er sáttur við þetta mark þó svo að boltinn hafi breytt svolítið um stefnu á leiðinni í markið."
Leikurinn í gærkvöldi var 202. leikur Liverpool og Everton í öllum keppnum. Liverpool hefur nú unnið 78 leiki af þessum 202 leikjum. Everton hefur unnið 63. Í 61 skipti hafa liðin gengið jöfn af hólmi. Leikurinn í gærkvöldi var 173. deildarrimma félaganna. Liverpool stendur líka betur í þeim með 64 sigra. Everton hefur unnið 55. Í 54 skipti hafa liðin skilið jöfn. Liverpool styrkti því stöðu sína á öllum vígstöðvum gegn gömlu keppinautunum með þessum jólasigri í gærkvöldi.
-
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur!