Rafa staðfestir áhuga Liverpool á Kromkamp
Rafa Benítez hefur staðfest að Liverpool og Villareal hafi komist að samkomulagi um að skipta á Josemi og hollenska landsliðsmanninum Jan Kromkamp í janúar. Ástæðurnar eru margvíslegar að hans sögn:
"Josemi er hægri bakvörður sem á í vandræðum með enskuna og Kromkamp er hægri bakvörður sem á í vandræðum með spænskuna. Við þurfum að ræða við báða leikmennina en vonandi verður Kromkamp kominn til æfinga á Melwood eftir nokkra daga. Hann er sókndjarfur bakvörður og er mjög sterkur fram á við. Hann getur leikið bakvörð í fjögurra manna varnarlínu eða sem kant-bakkari í fimm manna vörn. Hann er góður leikmaður en ég vil ekki helst ekki tala mikið um hann fyrr en það er búið að ganga frá kaupunum.
Báðir leikmenn hafa komist að því að það er erfitt að leika í öðru landi. Josemi hefur reynt að læra ensku og hefur farið taslsvert fram en hann og fjölskylda hans hafa átt erfitt uppdráttar hér. Kromkamp er í svipaðri stöðu á Spáni. Hann talar ensku en það tala næstum því allir bara spænsku hjá Villareal. Ég hef rætt þetta við Josemi að undanförnu og við erum ásáttir um að það er heppilegast fyrir hann að fara aftur til Spánar. Sevilla hefur áhuga á honum en svo kom Villareal inn í myndina og þetta virðist heppilegasta lausnin fyrir alla aðila."
Talsmaður Liverpool, Ian Cotton, staðfesti síðdegis að Liverpool og Kromkamp hafi í formsatriðum gengið frá samkomulagi sín á milli.
-
| Sf. Gutt
Mikil jákvæðni hjá félaginu -
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur