Mark spáir í spilin
Þá er komið að síðustu spá Mark Lawrenson á Evrópumeistaraárinu. Evrópumeistararnir kveðja árið með heimaleik gegn West Bromwich Albion á Anfield Road á gamlársdag. Liverpool vann góðan sigur á grönnum sínum á fjórða degi jóla en nú er spurningin hvort liðið nær tíunda deildarsigri sínum í röð á sjöunda degi jóla. Stuðningsmenn Liverpool eru í sannkölluðu jólaskapi þessi jólin. Liðið þeirra hefur séð þeim fyrir tveimur sigrum í jólatörninni og nú er kostur á þeim þriðja. Jólatörninni lýkur svo á öðrum degi nýs árs.
Sigur Liverpool á Everton var sætur en hann var ekki síst sannfærandi. Í raun áttu þeir Bláu varla möguleika í leiknum eftir að Peter Crouch kom Liverpool yfir í leiknum. Eftir það var eina spurningin sú hvenær Liverpool myndi gera endanlega út um leikinn. Það gerði liðið í upphafi síðari hálfleiks með þriðja markinu. En það sem vakti mesta athygli var hve mikla stjórn Evrópumeistararnir höfðu á þessum erfiða leik. Þrátt fyrir góða baráttu heimamanna þá var það Liverpool sem var alltaf með undirtökin. Þau undirtök héldust vegna þess, að líkt og í síðustu leikjum, þá börðust leikmenn Liverpool allir sem einn.
Ævintýralegu ári er að ljúka. Hver hefði, á gamlársdegi fyrir ári, spáð því að Liverpool væri að ári með Evrópubikarinn í vörslu sini til eilífðar og Stórbikar Evrópu væri líka í verðlaunasafni félagsins? Deildarbikarinn og Heimsmeistaratitill félagsliða gegnu Liverpool úr greipum. En sæti liðsins í þeim úrslitaleikjum var stuðningsmönnum liðsins gleðiefni þótt sár vonbrigði yrðu í lok þeirra leikja. En fjórir úrslitaleikir á einu ári er uppfylling þeirra krafna sem við stuðningsmenn Liverpool gerum til liðsins okkar. Við viljum að liðið sé í fremmstu röð og sé að berjast um titla. Tveir titlar af fjórum var auðvitað ekki nógu góður árangur. En hvað lið hefði ekki viljað leika í fjórum úrslitaleikjum á einu ári? En það sem stendur upp úr, þegar horft er um öxl til liðandi árs, er að mikilvægasti úrslitaleikurinn vannst. Liverpool varð Evrópumeistari og vann Evrópubikarinn í fimmta sinn og þar með til eignar! Kraftaverkið í Istanbúl verður aldrei af okkur tekið. Það gerðist árið 2005!
Liverpool v West Bromwich Albion
Ég held að Liverpool vinni tíunda Úrvalsdeildarleikinn í röð. Liðið er nú mjög samstillt. Það er góð hreyfing á mönnum á vellinum, liðið er að skapa sér marktækifæri úr hinum ýmsu stöðum og Steven Gerrard er alveg óstöðvandi um þessar mundir. Liðið er á mögnuðu skriði. En liðið er samt sæmt af árangri þess á síðustu tveimur leiktíðum eða svo. Liverpool tapaði 14 deildarleikjum á síðustu leiktíð. En það hefur staðið sig frábærlega hingað til á þessari leiktíð.
Úrskurður: Liverpool v West Bromwich Albion 3:0.
Lesendum spádóma Mark Lawrenson er þakkaður lesturinn á þessu ári. Um leið eru þeim færðar óskir um gleðilegt ár frá þýðanda spádómanna.
-
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur!