Í hnotskurn
- Evrópumeistararnir enduðu árið 2005 með tíunda deildarsigrinum í röð.
- Þetta var áttundi deildarsigur Liverpool í röð gegn W.B.A.
- Í þessum átta sigurleikjum hefur Liverpool skorað 28 mörk og aðeins fengið tvö á sig.
- Peter Crocuh skoraði í þriðja leik sínum í röð og hann er búinn að skora í öllum jólaleikjunum.
- Markið sem Peter skoraði var eitthundraðasta deildarmarkið sem Liverpool skorar gegn W.B.A. á Anfield Road.
- Þetta var tíundi deildarleikur Liverpool á Anfield Road á leiktíðinni. Í þeim leikjum hefur aðeins Chelsea náð að skora framhjá Jose Reina.
- Jose Reina hefur sjaldan átt rólegri dag í marki Liverpool. Hann þurfti ekki að verja eitt einasta skot í öllumleiknum.
- Chris Kirkland var að sjálfsögðu ekki í marki W.B.A. Hann er lánsmaður hjá W.B.A. og því má hann ekki leika gegn Liverpool.
- Pólverjinn Tomasz Kuszczak átti algeran stórleik í marki gestanna. Hann hefur verið varamarkvörður landsliðliðs Pólverja á eftir Jerzy Dudek.
- Áhorfendur stóðu á fætur og klöppuðu fyrir Harry Kewell þegar honum var skipt út af. Það er langt um liðið frá því Harry hefur fengið annað eins hrós frá áhorfendum á Anfield Road.
-Xabi Alonso lék sinn 60. leik með Liverpool. Hann hefur skorað sex mörk í þessum leikjum.
Liverpool: Reina, Finnan, Hyypia, Carragher, Riise, Garcia, Gerrard, Alonso, Kewell (Sinama Pongolle 67. mín.), Cissé (Traore 89. mín.) og Crouch (Sissoko 81. mín.). Ónotaðir varamenn: Carson og Hamann
Mark Liverpool: Peter Crouch (52. mín.)
West Bromwich Albion: Kuszczak, Watson, Curtis Davies, Clement, Robinson, Chaplow (Greening 65. mín.), Wallwork (Kamara 76. mín.), Albrechtsen, Carter, Campbell (Ellington 80. mín.) og Horsfield. Ónotaðir varamenn: Hoult og Moore.
Áhorfendur á Anfield Road: 44.192.
Maður leiksins: Harry Kewell. Ástralinn lék sinn besta leik í óratíma. Hann var gríðarlega duglegur og beinskeyttur. Aðeins frábær markvarsla markvarðar W.B.A. kom í veg fyrir að hann næði að skora sitt fyrsta mark á leiktíðinni. Harry átti líka nokkrar mjög hættulegar fyrirgjafir og ein þeirra gaf af sér sigurmarkið í leiknum. Það var eftirtektarvert að áhorfendur stóðu á fætur og klöppuðu fyrir Harry þegar honum var skipt af leikvelli. Það segir sína sögu.
Jákvætt :-) Liverpool endaði árið með tíunda deildarsigrinum í röð. Enn skorar Peter Crouch og enn heldur Jose Reina markinu hreinu. Liverpool lék af miklum krafti eins og í síðustu leikjum og það var greinilegt frá upphafsflauti að liðið ætlaði sér ekkert nema sigur. Allir leikmenn Liverpool voru duglegir og börðust vel. Liðið vann mjög sannfærandi sigur.
Neikvætt :-( Liverpool hefði átt að skora miklu fleiri mörk. En það kom ekki að sök. Eitt dugði til sigurs.
Umsögn Liverpool.is um leikinn: Síðasti leikur þessa árs þróaðist líkt og flestir höfði spáð. Liverpool sótti án afláts frá upphafi leiksins en stókostleg markvarsla Pólverjans Tomasz Kuszczak. hélt gestunum á floti. Hann varði þrívegis frábærlega frá Harry Kewell í fyrri hálfleik og John Arne Riise átti bylmingsskot í innanverða stöngina. Tomas varði líka mjög vel þrumuskot frá Steven Gerrard. Það sama var uppi á teningnum framan af síðari hálfleik. En eitthvað varð undan að láta og á 52. mínútu kom sigurmarkið. Harry Kewell sendi þá frábæra sendingu fyrir markið. Í vítateignum stökk Peter Crouch hæst og skallaði boltann örugglega neðst í markhornið fyrir framan The Kop. Þetta var sjöunda mark Peter á leiktíðinni og hann er nú búinn að skora í öllum jólaleikjunum. Pólverjinn kom í veg fyrir annað mark frá Peter með frábærri markvörslu ekki löngu eftir markið. Hann varði þá skalla frá Peter á ótrúlegan hátt. Steven Gerrard átti svo skot rétt framhjá eftir mikla rispu undir lokin. Sigur Liverpool var aldrei í hættu og Jose Reina þurfti ekki að verja eitt einasta skot. Liverpool landaði því tíunda deildarsigrinum í röð og endaði Evrópumeistaraárið sigri. Það var vel við hæfi og stuðningsmenn Liverpool, um allar jarðir, geta haldið gleðileg áramót!
-
| Sf. Gutt
Mikil jákvæðni hjá félaginu -
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur