Zak Whitbread hefur framlengt lánsdvöl sína hjá Millwall
Zak Whitbread hefur framlengt lánsdvöl sína hjá Millwall til loka leiktíðarinnar. Hann er búinn að vera í láni þar síðasta mánuðinn og nú hefur dvölin verið framlengd til loka leiktíðarinnar. Miðvörðurinn ungi hefur leikið sjö leiki með Millwall frá því hann fór til félagsins. Forráðamenn Liverpool hafa líka gefið Millwall leyfi til þess að nota Zak í F.A. bikarnum. Það vill svo skemmtilega til að Millwall á heimaleik gegn Everton í þriðju umferðinni nú um helgina. Það þarf líklega ekki að hvetja Zat til dáða fyrir þann leik! Reyndar hefur Millwall ekki gengið vel í deildinni á þessari leiktíð en liðið komst í úrslitaleik bikarkeppninnar á þar síðustu leiktíð. Zak á að baki sjö leiki með aðalliði Liverpool þar af þrjá á þessari leiktíð.
Rafael Benítez telur að það komi Zat vel að leika með Millwall. "Það á eftir að nýtast honum vel að spila í hverri viku. Þeir varnarmenn sem við höfum hafa verið að spila mjög vel um þessar mundir. Það reyndist honum erfitt og hann átti ekki kost á mörgum tækifærum. Hann er ungur að árum og þarf að spila til að öðlast meiri reynslu."
-
| Sf. Gutt
Sex stig duga! -
| Sf. Gutt
Trent að verða leikfær -
| Heimir Eyvindarson
Ættleiddur Scouser búinn að skrifa undir! -
| Sf. Gutt
Einbeitum okkur bara að næsta leik! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Mummi
Mikið fjör á árshátíð Liverpoolklúbbsins! -
| Sf. Gutt
Mohamed Salah gerir nýjan samning! -
| Sf. Gutt
Til hamingju! -
| Sf. Gutt
Næsta víst!