Kromkamp er í draumaheimi
Jan Kromkamp er að sjálfsögðu hæstnáægður með að vera kominn til Liverpool. Hann var kynntur fyrir fjölmiðlum á Melwood í dag.
"Mig hefur dreymt um að leika í Englandi síðan ég var smápjakkur. Ég hef nú náð takmarki mínu og það er ótrúlegt að vera kominn til Evrópumeistaranna. Hlutirnir gengu hratt fyrir sig um jólin og nokkra daga eftir að ég vissi af áhuga Rafael Benítez var ég búin að skrifa undir fyrir félagið. Ég hef bara verið hérna í nokkra daga en hef strax áttað mig á hversu stórt félagið er. Ég vissi mikið um Liverpool áður en ég kom hingað því að allir í Hollandi fylgjast grannt með Úrvalsdeildinni og allir í heiminum þekkja Liverpool Football Club en ég áttaði mig ekki á umfangi félagsins fyrr en ég sjá glæsilegar aðstæður félagsins á Melwood.
Félagið hefur á að skipa fjölda þekktra leikmanna og það getur bara bætt mig sem leikmann að æfa með mönnum eins og Steven Gerrard. Það er mikil samkeppni um stöður hjá Liverpool en það er undir mér komið að sannfæra framkvæmdastjórann um að ég eigi sæti í liðinu."
Því má bæta við að Kromkamp verður í treyju númer 2 hjá Liverpool.
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna