Mark spáir í spilin
Mark Lawrenson spáir á þrettánda degi jóla. Nú duga engin mistök líkt og gegn Burnley og Crystal Palace. Brottfallið úr F.A. bikarnum fyrir Burnley á síðustu leiktíð er ekki gleymt. það sama gildir um tapið fyrir Crystal Palace í Deildarbikarnum fyrr á þessari leiktíð. Bæði þessi töð eiga það sameiginlegt að þau áttu sér stað gegn liðum úr næst efstu deild. En nú er tækifæri til að ýta þeim í burtu. Ferðalagið til hins nýja Wembley er að hefjast. Reyndar er nú ekki alveg útséð um hvort leikvangurinn verður tilbúinn í tæka tíð fyrir úrslitaleikinn í vor. En hvað um það fyrsta hindrunin á vegi Evrópumeistaranna verður á Kenilworth Road á morgun. Heimamenn í Luton munu án efa telja sig eiga jafna möguleika og Burnley og Crystal Palace. En Rafael Benítez og lærisveinar hans eru staðáðnir í því að ekkert fari úrskeiðis.
Luton er undir stjórn Liverpool aðdáandans Mike Newell. Hann fékk knattspyrnuuppeldi sitt hjá Liverpool en komst ekki að frekar en Paul Jewell framkvæmdastjóri Wigan. Báðir áttu við þann vanda að etja að koma mönnum á borð við Kenny Dalglish og Ian Rush út úr liðinu. Líkt og Paul þá náði Mike að gera ágæta hluti eftir að hann yfirgaf Liverpool. Hann lék gegn Leicester, Blackburn, Luton og Everton og skoraði talsvert af mörkum. Hann mun hafa skorað níu mörk gegn Liverpool og eitt sinn skoraði hann til dæmis þrennu fyrir Luton gegn Liverpool. Hann hann náði líka að skora gegn uppáhaldsliðinu sínu fyrir Everton! Sem fyrr segir þá er Mike mikill stuðningsmaður Liverpool og hann fór til Istanbúl til að hvetja sína menn!
Luton kom upp um deild á liðnu voru og gekk mjög vel til að byrja með á leiktíðinni. En gengi liðsins hefur verið misjafnt upp á síðkastið. Luton lék síðast í efstu deild leiktíðina 1991/1992. Liðin hafa tvívegis dregist saman áður í F.A. bikarnum. Liverpool hefur haft betur í tveimur en Luton í einni. Vonandi leiðir þessi fjórða rimma liðanna til sjöunda F.A. bikarsigurs Liverpool á vordögum!
Luton Town v Liverpool
Rafael Benítez mun örugglega gera einhverjar breytingar á liðsskipun sinni en það er samt úr mörgum sterkum miðjumönnum að velja. Helsti vandi Luton í leiknum verður að ná boltanum af miðjumönnunum.
Úrskurður: Luton Town v Liverpool. 0:2.
Fyrri rimmur í F.A. bikarnum.
31. janúar 1920, 2. umferð. Luton Town 0-2 Liverpool
07. janúar 1939, 3. umferð. Liverpool 3-0 Luton Town
11. janúar 1987, 3. umferð. Luton Town 0-0 Liverpool. Verra gat það varla verið. Liverpool þurfti að leika á hinum illræmda plastgervigrasvelli! Hvergi verr líkaði leikmönnum Liverpool að spila.
26. janúar 1987, aukaleikur. Liverpool 0-0 Luton. Eftir framlengingu. Liverpool átti leikinn með húð og hári en ótölulegur fjöldi dauðafæra fór forgörðum.
28. janúar 1987, annar aukaleikur. Luton Town 3-0 Liverpool. Mike Newell, núverandi framkvæmdastjóri, skoraði eitt marka Luton.
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!