Liverpoolaðdáandi stórgræðir á marki Xabi Alonso
Snjall 42 ára gamall aðdáandi Liverpool lagði undir 21.000 krónur á að Xabi Alonso myndi skora af eigin vallarhelmingi á þessu tímabili og nú græddi hann heldur betur.
Skot Alonso sem var um af 60 metra færi og tryggði 5-3 sigur Liverpool á Luton gladdi einn Púllara fremur öðrum. Adrian Hayward veðjaði 200 pundum á líkunum 125-1 að Alonso myndi afreka að skora af eigin vallarhelmingi 2005-2006 tímabilið og það gekk eftir. Hann fékk 25.000 pund í sinn hlut eða um 2,7 milljónir króna.
Adrian var skiljanlega ánægður með Xabi Alonso: "Ég hef verið aðdáandi Liverpool í 26 ár og tók eftir því að Alonso reyndi nokkrum sinnum að skora af eigin vallarhelmingi á síðasta tímabili. Ég gat ekki hætt að hugsa um að honum myndi loksins takast að skora. Ég hef alltaf séð fyrir mér að markið kæmi þegar markvörður andstæðinganna bregður sér fram á við þegar andstæðingarnir fá hornspyrnu í bikarleik. Ég trúði því varla þegar Luton fékk hornið og markvörðurinn hljóp til baka. Ég hélt að það myndi líða yfir mig. Þegar boltinn fór í netið trylltist ég gjörsamlega."
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!